TBR Skvísurnar Íslandsmeistarar í B-deild

Síðustu leikjum í B-deild í Deildakeppni BSÍ lauk rétt í þessu.

TBR-Skvísurnar unnu riðilinn og enduðu með 10 stig. Í öðru sæti urðu BH-Keppnisnaglar. Afturelding/TBR urðu í þriðja sæti, TBR-Vinirnir í fjórða sæti, BH-Unglingar í fimmta sæti og BH-Flottir ráku lestina og lentu í sjötta sæti.

 

Íslandsmeistarar liða í B-deild 2013 - TBR Skvísurnar

 

Íslandsmeistarar liða í B-deild eru því TBR-Skvísurnar.

Úrslitaleikir í meistaradeild og í A-deild eru nú að hefjast. Í A-deild spila til úrslita TBR-Pésarnir og BH-Gaflarar.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í B-deild.

Skrifað 3. febrúar, 2013
mg