Úrslitaleikir í B-deild hefjast klukkan 13

Öll liðin í B-deild spila í einum riðli, allir við alla. Fyrir síðustu umferðina eru TBR Skvísurnar efstar með 8 stig og á hæla þeirra kemur Afturelding/TBR með 6 stig. Þessi lið mætast í úrslitaleik í síðustu umferðinni sem hefst nú klukkan 13.

Fyrir síðustu umferðina eru BH-Keppnisnaglar í þriðja sæti einnig með sex stig, TBR Vinirnir í fjórða sæti, BH Unglingar í fimmta sæti og BH Flottir í sjötta sæti.

Undanúrslit í A-flokki eru í gangi en þar etja kappi TBR-Geitungar og BH-Gaflarar annars vegar og TBR-Pésarnir og BH-Keyptir hins vegar. Leikir um 5. og 7. sætið eru einnig í gangi.

Síðasta umferðin í meistaraflokki hefst klukkan 15 sem og úrslitaleikur í A-flokki.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í Deildakeppni BSÍ.

Skrifað 3. febrúar, 2013
mg