Deildakeppni BSÍ hefst í dag

Í dag kl. 17:40 hefst Deildakeppni BSÍ, Íslandsmeistaramót liða, í badminton. Mótið fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog.

Keppni dagsins hefst í meistaradeild á tveimur viðureignum og einni viðureign í A-deild. Klukkan 19: 30 tekur við fyrsta umferð í B-deild og þreumur viðureignum í A-deild. Áætlað er að keppni föstudagsins ljúki um kl. 22:30.

Laugardagurinn hefst á leikjum í A-deild klukkan 10.

Alls eru 20 lið skráð til leiks en þau leika 46 viðureignir og 332 leiki á mótinu. Úrslit um hvaða lið verða Íslandsmeistarar félagsliða ráðast á sunnudaginn.

Smellið hér til að skoða dagskrá dagsins og nánari tímasetningar einstakra leikja.

Í fyrra urðu TBR-A landsliðið Íslandsmeistarar í Meistaradeild og með því vann TBR sér inn keppnisrétt í Evrópukeppni félagsliða, BH-K liðið í A-deild og BH-Keppnis í B-deild.

Skrifað 1. febrúar, 2013
mg