VŠrl°se sigra­i Odense OBK

Værløse, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku úrvalsdeildinni, spilaði fyrsta leik sinni í umspili úrvalsdeildarinnar í Danmörku í dag. Leiknum, sem var gegn Odense OBK, lauk með sigri Værløse 4-2.

Tinna lék ekki fyrir liðið í þessari viðureign en Værløse vann einliðaleik kvenna, einliðaleik karla, tvíliðaleik kvenna og tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignarinnar við Odense OBK.

Eftir umferðina er Værløse í 2. sæti umspilsins með 3 stig á eftir Skovshoved, sem er með 7 stig. Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifa­ 28. jan˙ar, 2013
mg