Deildakeppni BS═ - ni­urr÷­un

Deildakeppni BSÍ fer fram dagana 1. - 3. febrúar næstkomandi. Mótið er Íslandsmót liða í badminton þar sem keppt er í þremur deildum: Meistaradeild, A-deild og B-deild. Búið er að draga í mótið og má nálgast niðurröðun með því að smella hér.

Alls hafa 20 lið skráð sig til keppni í Deildakeppnina 2012 frá fimm félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, TBR og UMFS. Í fyrra tóku einnig 25 lið þátt og árið þar á undan 22 þannig að aðeins færri lið eru skráð til keppni í ár en undanfarin ár.

Fyrirkomulagið í meistaradeildinni er þannig að fimm lið keppa í riðli, allir við alla. Sigurliðið er Íslandsmeistari og keppir fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni félagsliða.

Í A-deildinni eru skráð til keppni tíu lið sem dregin hafa verið í tvo riðla. Í öðrum eru fjögur lið en fimm í hinum. Efstu tvö liðin í hvorum riðli keppa í útsláttarkeppni um 1. - 4. sætið. Liðin sem lenda í þriðja sæti í riðlunum spila um 5. sætið, liðin í fjórða sæti í riðlunum spila um 7. Sætið. Neðsta liðið í B-riðli lendir í 9.sæti.

Alls eru sex lið skráð til keppni í B-deildinni. Keppnisfyrirkomulag er eins og í meistaradeild, allir keppa við alla.

Keppni hefst á föstudegi klukkan 17:40 í Meistaradeild og A-deild. Keppni í B-deild hefst klukkan 19:30 á föstudag. Fyrirliðar þurfa að skila inn liðsuppstillingum til mótsstjórnar eigi síðar en klukkan 17:10 fyrir fyrstu umferð og síðan eigi síðar en hálftíma fyrir hverja umferð. Lið sem hefja umferð að morgni eiga að skila inn liðsuppstillingablöðum kvöldinu fyrir umferðina.

Lið Deildakeppninnar 2013 þurfa sjálf að sjá um að telja eða útvega teljara á sína leiki.

Yfirdómari mótsins er Sigríður Bjarnadóttir en aðrir í mótsstjórn eru Laufey Jóhannsdóttir, María Skaftadóttir og Margrét Gunnarsdóttir.

Niðurrröðun er birt með fyrirvara um villur. Mótsstjórn áskilur sér rétt til að gera lagfæringar ef þurfa þykir.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Deildakeppni BSÍ.

Smellið hér til að skoða reglur um Deildakeppni BSÍ og leikjafyrirkomulag.

Skrifa­ 29. jan˙ar, 2013
mg