Gaman ađ plata!

Þeir þekkja það sem hafa spilað badminton að það er ekkert skemmtilegra en að plata andstæðinginn með einhverju flottu höggi. Bestu badmintonleikmenn í heimi hafa það fyrir markmið að slá nánast öll sín högg sem feluhögg þ.e. þeir reyna að láta höggin sín líkjast einhverju öðru en því svo að lokum kemur frá spaðanum.

Áhugasamir badmintonmenn úti í heimi hafa greynilega verið duglegir að leita uppi skemmtileg plathögg því það er hægt að finna mikið af klippum á youtube sem sýna slík högg. Smellið hér til að skoða klippur af flottum höggum hjá bestu einliðaleiksspilurum í heimi. Svipaða klippu með bestu tvíliðaleiksspilurunum er hægt að skoða með því að smella hér.

Skrifađ 10. desember, 2007
ALS