Snjólaug keppti á Alþjóðlega sænska mótinu

Snjólaug Jóhannsdóttir tók þátt í Alþjóðlega sænska mótinu sem fór fram í Stokkhólmi um helgina. Hún komst inn í forkeppni einliðaleiks kvenna og mætti þar Anika Dörr frá Þýskalandi. Dörr vann leikinn 21-10 og 21-10.

Snjólaug keppti einnig í forkeppni tvíliðaleiks með Kristina Roman frá Svíþjóð. Þær mætti Mia Lentfer og Louise Seiersen frá Danmörku en Seiersen keppti á Iceland International 2012. Þær dönsku unnu leikinn 21-9 og 21-12.

Carolina Marin frá Spáni bar sigur úr bítum í einliðaleik. Tvíliðaleik kvenna unnu Selena Piek og Iris Tabeling frá Hollandi. Einliðaleik karla vann Kento Momota frá Japan og tvíliðaleik karla unnu Hollendingarnir Jacco Arends og Jelle Maas. Tvenndarleikinn unnu Peter Kaesbauer og Isabel Herttrich frá Þýskalandi.

Smellið hér til að sjá úrslit á Alþjóðlega sænska mótinu.

Skrifað 21. janúar, 2013
mg