Úrslit Unglingameistaramóts TBR

Unglingameistaramót TBR var haldið um helgina en mótið var hluti af Reykjavík International Games 2013. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppendur frá Færeyjum voru 39 talsins. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

Keppt var í flokki U11 en sá aldurshópur er ekki á styrkleikalista Badmintonsambandsins. Sigurvegarar í flokki U11 voru Ari Nandi frá Færeyjum og Anna Alexandra Petersen TBR.

Í flokki U13 sigraði Dann Fróðason frá Færeyjum Andra Snæ Axelsson ÍA 21-16 og 21-13 í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann Monu Rasmunsdóttur frá Færeyjum í einliðaleik táta 21-10 og 21-16. Í tvíliðaleik hnokka unnu Færeyingarnir Dann Fróðason og Olgar Fuglø Andra Snæ Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA 21-17 og 21-9. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur og Kötlu Kristínu Ófeigsdóttur ÍA 21-10 og 21-14. Í tvenndarleik unnu Andri Snær Axelsson og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA Daníel Orra Finnsson TBR 21-16 og 21-18.

Í flokki U15 vann Davíð Bjarni Björnsson TBR Hauk Gíslason Samherja 21-13 og 21-14 í einliðaleik sveina. Harpa Hilmisdóttir UMFS vann Öldu Jónsdóttur TBR 21-18 og 21-19 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Færeyingarnir Brandur Jákupsson og Rógvi Ziskason Andra Árnason og Steinar Braga Gunnarsson ÍA 21-17 og 22-20. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda Jónsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR Færeyingana Gunnva Jacobsen og Kristina Eriksen 22-20 og 21-19. Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni Björnsson og Alda Jónsdóttir TBR Andra Árnason TBR og Margréti Dís Stefánsdóttur Aftureldingu 21-10 og 21-11.

Í flokki U17 vann Helgi Grétar Gunnarsson ÍA Davíð Phoung TBR eftir oddalotu 21-15, 18-21 og 21-17 í einliðaleik drengja. Jóna Kristín Hjartardóttir TBR vann Línu Dóru Hannesdóttur TBR 21-17 og 21-10 í úrlistaleik í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR þá Davíð Phoung og Vigni Haraldsson TBR 21-9 og 21-16. Í tvíliðaleik telpna unnu Harpa Hilmisdóttir UMFS og Lína Dóra Hannesdóttir TBR Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR og Margréti Dís Stefánsdóttur Aftureldingu 21-17 og 21-12 Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR þau Magnus Dal-Christiansen og Sólfríð Hjørleifsdóttur frá Færeyjum 21-19 og 21-17.

Í flokki U19 vann Stefán Ás Ingvarsson TBR Daníel Jóhannesson TBR 21-12 og 21-12 í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR Sigríði Árnadóttur TBR 21-3 og 21-12. Í tvíliðaleik pilta unnu Stefán Ás Ingvarsson og Steinn Þorkelsson TBR Sigurð Sverri Gunnarsson og Þorkel Inga Eriksson TBR eftir oddalotu 21-18, 12-21 og 21-16. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Margrét Jóhannsdóttir og Hulda Lilja Hannesdóttir TBR Jónu Kristínu Hjartardóttur og Sigríði Árnadóttur TBR 21-17 og 21-17. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR þau Sigurð Sverri Gunnarsson og Margréti Jóhannsdóttur TBR 21-12 og 21-18.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingameistaramóti TBR.

Skrifað 21. janúar, 2013
mg