Unglingameistaramót TBR - RIG - er um helgina

Unglingameistaramót TBR verður um helgina í TBR húsunum við Gnoðarvog. Mótið, sem hefst á laugardaginn klukkan 10, er hluti af Reykjavík International Games.

Leikarnir hefjast formlega á morgun, föstudag, með keppni í sundi fatlaðra. Keppt verður í átta íþróttagreinum á leikunum, badmintoni, fimleikum, frjálsum íþróttum, júdói, kraftlyftingum, listhlaupi á skautum, sundi fatlaðra og taekwondo. Smellið hér til að sjá dagskrá fyrirlestranna.

RIG hátíð fer fram í Laugardalslauginni á sunnudaginn klukkan 19-20 og sundlaugarpartý fyrir þátttakemdur leikanna verður í Laugardalslauginni sama kvöld klukkan 19:30-22.

Mótið er hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista unglinga.

Leikið verður í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U19. Þátttakendur eru 193 talsins frá tíu félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherja, TB-KA, TBR, UMF Skallagrími og UMF Þór í Þorlákshöfn. Að auki taka 39 keppendur frá Færeyjum þátt.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifað 17. janúar, 2013
mg