Landsli­shˇpurinn valinn fyrir Evrˇpukeppnina

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari í badminton hefur valið landsliðshópinn sem fer til Rússlands í febrúar á Evrópukeppni landsliða í badminton.

Fyrir Íslands hönd keppa:

Margrét Jóhannsdóttir TBR
Rakel Jóhannesdóttir TBR
Snjólaug Jóhannsdóttir TBR
Atli Jóhannesson TBR
Egill G. Guðlaugsson ÍA
Kári Gunnarsson TBR

Ísland dróst í erfiðan riðil, með heimaþjóðinni Rússlandi, sem er raðað númer þrjú inn í keppnina og Búlgaríu. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Rússum þriðjudaginn 12. febrúar klukkan 14:30 að íslenskum tíma.

Smellið hér til að sjá fleiri upplýsingar um EM landsliða í badminton.

Skrifa­ 7. jan˙ar, 2013
mg