Ragna mćtir Kati frá Eistlandi í fyrsta leik

VII Italian International fer fram í Róm 11.-14.desember næstkomandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir keppir í einliðaleik kvenna á mótinu.

Í fyrstu umferð mótsins mætir Ragna vinkonu sinni og ferðafélaga Kati Tolmoff frá Eistlandi. Þær Ragna og Kati hafa ferðast mikið saman undanfarið ár og tekið þátt í tvíliðaleik saman á móti á Kýpur þar sem þær enduðu í öðru sæti. Þær Kati og Ragna eru þó engir vinir á badmintonvellinum en þar hafa þær mæst þrisvar í einliðaleik á alþjóðlegum mótum. Tvisvar hefur Ragna sigrað og einu sinni Kati. Kati er þó ofar á heimslistanum en hún er númer 48 og Ragna er númer 57. Það má því búast við mjög harðri baráttu hjá þeim stöllum í Róm í næstu viku.

Einliðaleikur kvenna á ítalska mótinu í ár er mjög sterkur. Fyrstu röðun fær Búlgarska stúlkan Petya Nedelcheva en hún er númer 11 á heimslistanum. Þjóðverjinn Juliane Schenk er með aðra röðun í mótinu og er númer 17 á heimslistanum. 

Niðurröðun mótsins má nálgast með því að smella hér.

Skrifađ 7. desember, 2007
ALS