Sumarskˇli Badminton Europe ver­ur Ý Danm÷rku

Sumarskóli Badminton Europe verður í Vejen í Danmörku 13. - 20. júlí næstkomandi. Þetta er í 32. skipti sem Sumarskólinn er haldinn.

Árið 2012 var hann í Slóveníu og þá tóku 48 spilarar og 15 þjálfarar þátt auk 7 starfsmönnum skólans.

Sumarskólinn er fyrir afrekskrakka í aldursflokknum U17 og mun Árni Þór Hallgrímsson velja íslenska hópinn sem fer til Danmerkur.

Það mun einn þjálfari fara frá Íslandi og taka þátt í þjálfaranámskeiði sem er haldið meðfram Sumarskólanum og er þjálfurum sem eru áhugasamir bent á að hafa samband við Margréti framkvæmdastjóra Badmintonsambands Íslands.

Smellið hér til að lesa meira um Sumarskóla Badminton Europe.

Skrifa­ 2. jan˙ar, 2013
mg