Badmintonáriđ 2012

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Nóg hefur verið um að vera hjá badmintonfólki á árinu 2012 en stærsti viðburðurinn var án efa Ólympíuleikarnir í London í sumar og Iceland International sem var haldið í nóvember. Eftirfarandi er stutt ágrip helstu viðburða Badmintonsambandsins á árinu 2012.

Janúar

Stjórn Badmintonsambands Íslands valdi í desember Rögnu Ingólfsdóttur og Magnús Inga Helgason badmintonfólk ársins 2011. Ragna og Magnús Ingi fengu viðurkenningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands ásamt íþróttafólki annarra íþróttagreina. Við sama tækifæri völdu Samtök Íþróttafréttamanna Íþróttamann ársins. Ragna var jafnframt tilnefnd í vali á Íþróttamanni Reykjavíkur.

Meistaramót TBR var fyrsta mót innan mótaraðar BSÍ á árinu. Sigurvegari í einliðaleik karla var badmintonmaður ársins, Magnús Ingi Helgason TBR. Í einliðaleik kvenna vann Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik karla unnu Magnús Ingi og Helgi Jóhannesson TBR. Í tvíliðaleik kvenna unnu Elsa Nielsen og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Sigurvegarar í tvenndarleik voru Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elíasdóttir TBR. Aðrir sigurvegarar á mótinu voru: Í A-flokki; einliðaleikur karla Ólafur Örn Guðmundsson BH, einliðaleikur kvenna Margrét Finnbogadóttir TBR, tvíliðaleikur karla Sigurjón Jóhannsson og Árni Haraldsson TBR, tvíliðaleikur kvenna Sigríður Árnadóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR og í tvenndarleik unnu Sigríður Árnadóttir og Daníel Jóhannesson TBR. Í B-flokki; einliðaleikur karla Andri Páll Alfreðsson TBR, einliðaleikur kvenna Alda Jónsdóttir TBR, tvíliðaleikur karla Harri Ormarsson og Sigurjón Sverrisson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Alda Jónsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Tvenndarleik unnu Harri Ormarsson og Guðríður Gísladóttir TBR.

Í janúar fór fram þjálfaranámskeið í badminton þar sem kennari var Daninn Morten Bjergen. Námskeiðið var sérstaklega vel sótt en 27 þjálfarar frá níu félögum voru skráðir til þátttöku sem er líklega met í skráningu á námskeið fyrir badmintonþjálfara hérlendis. Morten kynnti þjálfurunum meðal annars spennandi þjálfunarkerfi fyrir 6-9 ára byrjendur í badminton sem kallast Miniton og fór í gegnum mikilvægustu atriðin sem leggja þarf áherslu á í þjálfun á hverjum aldurshópi barna og unglinga. Þá kynnti hann þjálfurum einnig spennandi vef sem heitir bestoncourt.com og hefur að geyma fjöldan allan af videomyndum af æfingum fyrir badminton. Leikmenn í landsliðshópum Badmintonsambandsins voru þjálfurum til aðstoðar á námskeiðinu og prófuðu allar æfingar sem kynntar voru. Leikmennirnir lögðu sig alla fram og stóðu sig frábærlega. Bæði leikmenn og þjálfarar voru mjög ánægð með helgina og fóru heim með fullt af nýjum hugmyndum til að vinna með á næstu vikum og mánuðum.

Vel heppnaðir Reykjavík International Games voru einnig í janúar. Unglingameistaramót TBR var hluti af leikunum. Færeyingar komu sáu og sigruðu í yngsta aldursflokknum en vinningshafar í mótinu voru eftirtaldir: U13 einliðaleikur táta Gunnva K. Jakobsen frá Færeyjum, U13 einliðaleikur hnokka Bartal Poulsen frá Færeyjum, U13 tvíliðaleikur táta Gunnva K. Jakobsen og Marjun Á Lakjuni frá Færeyjum, U13 tvíliðaleikur hnokka Bartal Poulsen og Brandur Jacobsen frá Færeyjum, U13 tvenndarleikur Bartal Poulsen og Gunnva K. Jokobsen frá Færeyjum. U15 einliðaleikur meyja Alda Jónsdóttir TBR, U15 einliðaleikur sveina Pálmi Guðfinnsson TBR, U15 tvíliðaleikur meyja Alda Jónsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR, U15 tvíliðaleikur sveina Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR, U15 tvenndarleikur Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR. U17 einliðaleikur telpna Margrét Finnbogadóttir TBR, U17 einliðaleikur drengja Daníel Jóhannesson TBR, U17 tvíliðaleikur telpna Sigríður Árnadóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR, U17 tvíliðaleikur drengja Daníel Jóhannesson og Eiður Ísak Broddason TBR, U17 tvenndarleikur Sigurður Sverrir Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir TBR. U19 einliðaleikur stúlkna Margrét Jóhannsdóttir TBR, U19 einliðaleikur pilta Ólafur Örn Guðmundsson BH, U19 tvíliðaleikur stúlkna Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR, U19 tvíliðaleikur pilta Snorri Tómasson og Stefán Ás Ingvarsson TBR og tvenndarleikur Ólafur Örn Guðmundsson BH og Sara Högnadóttir TBR.

Ragna Ingólfsdóttir fékk úthluðuðum B-styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ. Thomas Þór Thomsen TBR, María Árnadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR og Ólafur Örn Guðmundsson BH fengu úthlutuðum styrkjum úr Afrekssjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna.

Ragna Ingólfsdóttir keppti á Alþjóðlega sænska mótinu, Swedish International 2012. Hún komst í 16 manna úrslit.

Febrúar

Í febrúar var Deildakeppni BSÍ haldin. Keppt var í þremur deildum; Meistaradeild, A-deild og B-deild. Alls tóku 25 lið frá fimm félögum þátt í Deildakeppninni í ár. Spilaðar voru 59 viðureignir milli liða í mótinu og samtals 427 leikir. Alls tóku tæplega 258 manns þátt í keppninni á öllum aldri. Liðið TBR A-landsliðið varð Íslandsmeistari í Meistaradeildinni. TBR vann sér þar með þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða sem fór fram í júní sama ár. BH K-liðið urðu Íslandsmeistarar í A-deild og BH-Keppnis í B-deild.

Tvíliða- og tvenndarleikshluti Óskarsmóts KR var haldinn í febrúar. Í meistaraflokki unnu tvíliðaleik karla Atli og Helgi Jóhannessynir TBR. Í einliðaleik kvenna unnu Karitas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Í tvenndarleik stóðu Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir uppi sem sigurvegarar. Í A-flokki sigruðu Snorri Tómasson og Stefán Ás Ingvarsson í tvíliðaleik karla. Sigríður Árnadóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR unnu tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik unnu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR. Í B-flokki sigruðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR í tvíliðaleik karla. Tvíliðaleik kvenna unnu Lína Dóra Hannesdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR.

Landsbankamót ÍA var haldið í febrúar mótið var hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Í flokki U13 sigraði Jóhannes Orri Ólafsson KR. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Andri Snær Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea Nilsdóttur og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Davíð Örn Harðarson ÍA og Andrea Nilsdóttir TBR. Í flokki U15 vann Davíð Bjarni Björnsson TBR í einliðaleik sveina. Alda Jónsdóttir TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda Jónsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni Björnsson og Alda Jónsdóttir TBR. Í flokki U17 vann Helgi Grétar Gunnarsson ÍA í einliðaleik drengja. Margrét Jóhannsdóttir TBR í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Daníel Þór Heimisson og Halldór Axel Axelsson ÍA. Í tvíliðaleik telpna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í flokki U19 vann Stefán Ás Ingvarsson TBR í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann María Árnadóttir TBR. Í tvíliðaleik pilta unnu Snorri Tómasson og Stefán Ás Ingvarsson TBR. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Jóna Hjartardóttir og Sigríður Árnadóttir TBR. Í tvenndarleik U19 sigruðu Snorri Tómasson og María Árnadóttir TBR.
Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða (Thomas og Uber Cup) fór fram í Amsterdam í Hollandi í febrúar. Fyrir Íslands hönd kepptu í karlakeppninni Atli Jóhannesson, Egill G. Guðlaugsson, Helgi Jóhannesson, Kári Gunnarsson og Magnús Ingi Helgason. Í kvennakeppninni kepptu Karitas Ósk Ólafsdóttir, Ragna Ingólfsdóttir, Rakel Jóhannesdóttir, Snjólaug Jóhannsdóttir og Tinna Helgadóttir. Kvennalandsliðið keppti þrjá leiki sem fóru þannig: Ísland 2 - Belgía 3, Ísland 1 - Frakkland 4, Ísland 2 - Wales 3. Karlalandsliðið keppti einnig þrjá leiki sem fóru svo: Ísland 1 - Úkraína 4, Ísland 1 - Finnland 4, Ísland 3 - Luxemburg 2.

Kristján Daníelsson formaður BSÍ fór á fund Evrópska badmintonsambandsins í Amsterdam í Hollandi.

Reykjavíkurmót fullorðinna var haldið í lok febrúar. Í meistaraflokki í einliðaleik karla sigraði Helgi Jóhannesson sem jafnframt varð þrefaldur Reykjavíkurmeistari. Í einliðaleik kvenna vann Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í tvíliðaleik sigruðu Helgi og Atli Jóhannessynir TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Elín Þóra sigraði síðan tvenndarleikinn ásamt Helga. Í A-flokki sigruðu Stefán Ás Ingvarsson TBR í einliðaleik karla, Margrét Finnbogadóttir TBR í einliðaleik kvenna, Daníel Jóhannesson og Eiður Ísak Broddason TBR í tvíliðaleik karla, Sigríður Árnadóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR í tvíliðaleik kvenna og Þorkell Ingi Eriksson og Hulda Lilja Hannesdóttir TBR í tvenndarleik. Sigurvegarar í B-flokki voru: Brynjar Geir Sigurðsson BH í einliðaleik karla, Arna Karen Jóhannsdóttir Aftureldingu í einliðaleik kvenna, Guðmundur Ágúst Thoroddsen og Egill Þór Magnússon Aftureldingu í tvíliðaleik karla og Böðvar Kristófersson og Helena Guðrún Óskarsdóttir BH í tvenndarleik. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki.

Ragna Ingólfsdóttir komst í átta manna úrslit í Alþjóðlega austurríska mótinu í febrúar. Hún tók einnig þátt í Grand Prix Opna þýska mótinu og keppti þar í forkeppni mótsins.

Mars

Í mars var Íslandsmót unglinga haldið í Mosfellsbæ í samstarfi við Badmintondeild Aftureldingar. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og var góð stemning alla helgina. Alls voru 219 leikmenn skráðir til leiks frá 13 félögum: Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, Keflavík, KR, Samherja, TBA, TBR, TBS, UDN Búðardal, UMF Skallagrími og UMF Þór. Spilaðir voru 406 leikir á mótinu. Tveir leikmenn náðu þeim frábæra árangri að verða þrefaldir Íslandsmeistarar en það voru þau Alda Jónsdóttir TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Lið TBA var valið prúðasta lið mótsins. Íslandsmeistarar voru eftirtaldir: U-11 snáðar einliða Andri Snær Axelsson ÍA. U11 snótir einliða Andrea Nilsdóttir TBR. U-13 hnokkar einliða Jóhannes Orri Ólafsson KR. U13 tátur einliða Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. U13 hnokkar tvíliða Atli Már Eyjólfsson og Jóhannes Orri Ólafsson KR. U13 tátur tvíliða Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. U15 hnokkar og tátur tvenndar Andri Snær Axelsson og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA. U-15 sveinar einliða Kristófer Darri Finnsson TBR. U15 meyjar einliða Alda Jónsdóttir TBR. U15 sveinar tvíliða Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR. U15 meyjar tvíliða Alda Jónsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. U15 sveinar og meyjar tvenndar Davíð Bjarni Björnsson og Alda Jónsdóttir TBR. U17 drengir einliða Daníel Jóhannesson TBR. U17 telpur einliða Margrét Jóhannsdóttir TBR. U17 drengir tvíliða Daníel Jóhannesson og Eiður Ísak Broddaon TBR. U17 telpur tvíliða Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR. U-17 drengir og telpur tvenndar Sigurður Sverrir Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir TBR. U-19 piltar einliða Ólafur Örn Guðmundsson BH. U19 stúlkur einliða María Árnadóttir TBR. U-19 piltar tvíliða Sigurður Sverrir Gunnarsson og Þorkell Ingi Eriksson TBR. U-19 stúlkur tvíliða Elisabeth Christensen og María Árnadóttir TBR. U19 piltar og stúlkur tvenndar Ólafur Örn Guðmundsson og Sara Högnadóttir TBR.
Meistaramót BH var haldið í mars. Mikil ánægja var með mótið sem var spilað í riðlum en tveir komust upp úr hverjum riðli og spiluðu í útsláttarkeppni. Atli Jóhannesson TBR vann í einliðaleik karla í meistaraflokki og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik sigruðu bræðurnir Atli og Helgi Jóhannessynir TBR í karlaflokki og Karitas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR í kvennaflokki. Í tvenndarleik unnu Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Stefán Ás Ingvarsson TBR í einliðaleik karla og Sigríður Árnadóttir TBR í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik karla sigruðu Kristján Daníelsson og Ármann Steinar Gunnarsson BH og í kvennaflokki Sigríður Árnadóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Kristján Daníelsson og Anna Lilja Siguðardóttir BH. Í B-flokki sigraði Helgi Grétar Gunnarsson í einliðaleik karla og Harpa Hilmisdóttir UMFS í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR og í kvennaflokki unnu Anna Ósk Óskarsdóttir og Hulda Jónasdóttir BH. Í tvenndarleik sigruðu Guðmundur Ágúst Thoroddsen og Arna Karen Jóhannsdóttir.

Límtrésmót KR var haldið í Íþróttahúsi KR við Frostaskjól í mars. Keppt var í flestum flokkum í meistaraflokki, A- og B-flokki en ekki náðist tiltekinn fjöldi í allar greinar. Vinningshafar voru eftirtaldir: Í meistaraflokki: Egill G. Guðlaugsson ÍA vann í einliðaleik karla og Rakel Jóhannesdóttir TBR í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik kvenna unnu Karitas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR og í tvíliðaleik karla Atli Jóhannesson og Einar Óskarsson TBR. Í tvenndarleik unnu Bjarki Stefánsson og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í A-flokki vann Reynir Guðmundsson KR í einliðaleik karla. Ekki var spilaður einliða- né tvíliðaleikur kvenna og ekki tvenndarleikur í A-flokki. Í tvíliðaleik karla unnu Pétur Hemmingsen og Viktor Jónasson TBR. Í B-flokki vann Helgi Grétar Gunnarsson ÍA í einliðaleik karla og í tvíliðaleik karla unnu Helgi Grétar Gunnarsson ÍA og Brynjar Geir Sigurðsson BH. Ekki var spilaður einliða- né tvíliðaleikur kvenna og ekki tvenndarleikur í B-flokki.

U19 landsliðið tók þátt í Uppsala Junior International mótinu í Svíþjóð. Landsliðið skipuðu Ólafur Örn Guðmundsson BH, Snorri Tómasson TBR, Steinn Þorkelsson ÍA, Thomas Þór Thomsen TBR, Elisabeth Christensen TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, María Árnadóttir TBR og Sara Högnadóttir TBR. Sara Högnadóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna en hún komst í undanúrslit í einliðaleik kvenna.

Apríl

Í apríl fór fram einn stærsti viðburður vetrarins, Meistaramót Íslands. Mótið gekk mjög vel fyrir sig. Keppt var í Meistaraflokki, A-flokki, B-flokki, Æðstaflokki og Heiðursflokki. Ragna Ingólfsdóttir varð Íslandsmeistari í níundasta skipti og með því sló hún met og er nú sá einstaklingur sem hefur hampað Íslandsmeistaratitli oftast í einliðaleik. Kári Gunnarsson varð Íslandsmeistari í einliðaleik karla í fyrsta skipti. Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla urðu Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason. Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna urðu Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir en hætta þurfti keppni í úrslitaleiknum þegar annar keppinauta þeirra, Tinna Helgadóttir, sleit hásin. Hún varð því einnig að gefa úrslitaleikinn í tvenndarleik ásamt bróður sínum Magnúsi Inga og Íslandsmeistarar urðu því Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Aðrir Íslandsmeistarar 2012 voru í A-flokki: Einliðaleikur karla Daníel Jóhannesson TBR, einliðaleikur kvenna Sigríður Árnadóttir TBR, tvíliðaleikur karla Gunnar Bjarki Björnsson og Thomas Þór Thomsen TBR, tvíliðaleikur kvenna Guðrún Júlíusdóttir og Áslaug Jónsdóttir TBR og tvenndarleikur Ingólfur Ingólfsson og Kristín Magnúsdóttir TBR. Í B-flokki: Einliðaleikur karla Pálmi Guðfinnsson TBR, einliðaleikur kvenna Alda Jónsdóttir TBR, tvíliðaleikur karla Ivan Falck-Petersen og Karl Karlsson TBA, tvíliðaleikur kvenna Anna Ósk Óskarsdóttir og Hulda Jónasdóttir TBR og tvenndarleikur Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR. Æðstiflokkur - 50 ára og eldri: Einliðaleikur karla Skarphéðinn Garðarsson TBR, tvíliðaleikur karla Haraldur Kornelíusson og Skarphéðinn Garðarsson TBR. Heiðursflokkur - 60 ára og eldri: Einliðaleikur karla Haraldur Kornelíusson TBR, tvíliðaleikur karla Kjartan Nielsen og Óskar Óskarsson TBR.

Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir fyrrverandi formaður Badmintonsambands Íslands var kjörin áfram í stjórn nefndar Badminton Europe, European Women in Badminton, sem hefur það hlutverk að efla þátttöku kvenna innan badmintoníþróttarinnar og þá sérstaklega með áherslu á þátttöku kvenna utan vallar t.a.m. stjórnar- og nefndarstörf, þjálfara- og dómarastörf og fleira.

Evrópukeppni einstaklinga var haldin í Karlskrona í Svíþjóð í apríl. Íslensku keppendurnir voru fjórir, Ragna Ingólfsdóttir í einliðaleik kvenna, Kári Gunnarsson í einliðaleik karla, Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson í tvíliðaleik karla. Kári vann fyrsta leik sinn en aðrir keppendur töpuðu fyrstu viðureign og féllu með því úr keppni. Kári féll úr keppni í annarri umferð.

Kristján Daníelsson formaður BSÍ fór á fund evrópska badmintonsambandsins sem haldinn var í Karlskrona í Svíþjóð.

Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir fóru á námskeið í Shuttle Time í Karlskrona í Svíþjóð. Verkefnið er á vegum evrópska badmintonsambandsins og þær útskrifuðust með réttindi til að kenna íþróttakennurum að kenna badminton í skólum.

Ársþing Badmintonsambands Íslands var haldið 27. apríl. Stjórn BSÍ skipa Kristján Daníelsson formaður, Guðlaugur Gunnarsson varaformaður, Brynja Kolbrún Pétursdóttir gjaldkeri, Laufey Jóhannsdóttir ritari, María Skaftadóttir meðstjórnandi, Valgeir Magnússon meðstjórnandi og Þórhallur Einisson meðstjórnandi. Vigdís Ásgeirsdóttir og Þorsteinn Páll Hængsson viku úr stjórn. Stjórnin var kjörin til tveggja ára en lagabreyting var gerð þess efnis að ársþing verður hér eftir á tveggja ára fresti. Formannafundir verða haldnir árlega.
Stigahæstu leikmennirnir á Stjörnumótaröð Badmintonsambandsins voru verðlaunaðir á þingi BSÍ. Í meistaraflokki sigruðu Snjólaug Jóhannsdóttir TBR og Atli Jóhannesson TBR en í öðru sæti voru Margrét Jóhannsdóttir TBR og Helgi Jóhannesson TBR. Sigríður Árnadóttir TBR og Daníel Jóhannesson TBR sigruðu í stigakeppni A-flokksins en í öðru sæti urðu Margrét Finnbogadóttir TBR og Stefán Ás Ingvarsson TBR.

Fyrirtækjakeppni Badmintonsambands Íslands var haldin í lok apríl. 28 fyrirtæki skráðu sig til leiks en keppt var í A- og B-flokki. Keppnin var reglulega skemmtileg og keppnishópur bauð þátttakendum upp á veitingar sem þau lögðu til. Sigurvegari í A-flokki var Tannsteini en Þorsteinn Páll Hængsson og Broddi Kristjánsson spiluðu fyrir hönd Tannsteina. Í aukaflokki unnu Kynnisferðir en Kristján Daníelsson og Valgeir Magnússon spiluðu fyrir þeirra hönd. Í B-flokki vann Rönning. Stefán Þór Bogason og Hans Hjartarson kepptu fyrir Rönning. Í aukaflokki vann Mannvit en fyrir þá kepptu Þorvaldur Einarsson og Jón Jónsson.

Maí

Ólympíulisti Alþjóðlega badmintonsambandsins var gefinn út 3. maí. Þá var staðfest að Ragna Ingólfsdóttir var búin að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London í júlí. Þegar listinn var gefinn útvar Ragna í 72. sæti heimslistans og innan Evrópu var hún í 27. sæti í einliðaleik.

Vormót trimmara var haldið í maí í TBR húsunum.

Evrópukeppni félagsliða fór fram í Pecs í Ungverjalandi. TBR tók þátt eftir að hafa öðlast þátttökurétt með því að sigra Deildakeppni BSÍ. Lið TBR skipuðu Atli og Helgi Jóhannessynir, Daníel Thomsen, Jónas Baldursson, Rakel Jóhannesdóttir, Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir. Ragna Ingólfsdóttir átti einnig að taka þátt en hún tognaði á fæti og varð að hætta við þátttöku. TBR keppti þrjá leiki í keppninni og lauk þeim með eftirfarandi hætti: TBR 3 - 4 Eltham Green (England), TBR 1 - 4 Egospor Club (Tyrkland), TBR 0 - 7 Issy Les Moulineaux (Frakkland).

Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir fór á fund hjá Alþjóðlegu kvennanefndinni. Fundurinn var haldinn í Kína og hún fór þangað sem fulltrúi konunefndar Badminton Europe.

Júlí

Æfingabúðir fyrir afreksspilara í badminton U13 til U17 voru haldnar í Vestmanna í Færeyjum í júlí. Íslensku þátttakendurnir voru Andrea Nilsdóttir TBR, Andri Snær Axelsson ÍA, Elvar Már Sturlaugsson ÍA, Margrét Nilsdóttir TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir Aftureldingu, Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH, Kristófer Darri Finnsson og Pálmi Guðfinnsson TBR. Fararstjóri hópsins var Irena Rut Jónsdóttir ÍA sem fór jafnframt á þjálfaranámskeið sem var haldið meðfram búðunum.

Ragna Ingólfsdóttir tók þátt í æfingabúðum fyrir Ólympíufara í Dublin á Írlandi. Þar var æft tvisvar á dag í tvo tíma í senn.

Evrópuskólinn fór fram í Slóveníu þetta árið. Sex þátttakendur fóru frá Íslandi, Daníel Jóhannesson TBR, Helgi Grétar Gunnarsson ÍA, Stefán Ás Ingvarsson TBR, Jóna Kristín Hjartardóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR og Unnur Björk Elíasdóttir TBR. Sigurður Blöndal þjálfari Hamars fór á þjálfaranámskeið sem var haldið um leið og skólinn fór fram en hann var jafnframt fararstjóri íslenska hópsins. Alls tóku 70 manns þátt í skólanum, 48 badmintonspilarar, 15 þjálfarar á þjálfaranámskeiði og 7 þjálfarar sem starfa við skólann.

Badmintonkeppni Ólympíuleikanna fór fram 28 júlí til 5. ágúst í Wembley Arena í London. Alls tóku 172 leikmenn þátt í badmintonkeppninni. Ragna vann sér keppnisrétt í einliðaleik kvenna en einnig var keppt í einliðaleik karla, tvíliðaleik kvenna, tvíliðaleik karla og tvenndarleik. Aðeins 38 leikmenn fengu þátttökurétt í einliðaleikjunum og 16 pör í tvíliða- og tvenndarleikjum. Keppt var í 16 riðlum og var einum keppanda raðað í hverjum riðli. Ragna lenti í riðli með Akvile Stapusaityte frá Litháen og Jie Yao frá Hollandi, sem var raðað númer 14 inn í greinina. Ragna vann fyrri viðureign sína örugglega 21-10 og 21-16 gegn Stapusaityte frá Litháen. Þessi sigur veitti Rögnu þann heiður að vera fyrsta íslenska konan til að vinna leik í badminton á Ólympíuleikunum. Seinni leikur Rögnu gegn Yao frá Hollandi var geysilega spennandi og seinni lotan mjög jöfn en Ragna var með yfirhöndina í henni fram á síðustu mínútu. Leiknum lauk samt með sigri Yao 21-12 og 25-23. Með því lauk Ragna keppni á Ólympíuleikunum og á sama tíma tilkynnti Ragna að hún hafi lagt spaðann á hilluna. Badmintonsamband Íslands óskar Rögnu velfarnaðar í framtíðinni og vonar að hún eigi eftir að vinna að framgangi íþróttarinnar í samvinnu við BSÍ í náinni framtíð.

Ágúst

Árlegar æfingabúðir, Nordic Camp voru haldnar í Fredrikshavn í Danmörku 1. - 5. ágúst. Þetta er samstarfsverkefni Badmintonsambanda á Norðurlöndum. Íslensku þátttakendurnir voru Alda Karen Jónsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir UMFS, Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu, Alexander Örn Kárason ÍA, Davíð Bjarni Björnsson TBR og Haukur Gíslason Samherja. Ivan Falck-Petersen Samherja fór á þjálfaranámskeið sem var haldið samhliða búðunum.

Námskeið fyrir íþróttakennara var haldið þann 16. ágúst á vegum Badmintonsambandsins. Námskeiðið er liður í "Shuttle Time" verkefni Badminton Europe og miðar að því að kenna badminton í skólum. Meðal þess sem kennt var á námskeiðinu voru leiðir til að vera með marga nemendur á tiltölulega litlu svæði en kenna samt góðar badmintonæfingar. Námskeiðið var mjög vel sótt og það fylltist á nokkrum dögum en 50 kennarar tóku þátt.

September

Fyrsta mót mótaraðarinnar var í byrjun september, Einliðaleiksmót TBR. Sigurvegarar mótsins eru Atli Jóhannesson TBR og Rakel Jóhannesdóttir TBR.

Reykjavíkurmót unglinga var haldið í TBR húsunum í september. Fjórir aðilar unnu það afrek að verða þrefaldir Reykjavíkurmeistarar, í einliðaleik, tvíliðaleik og í tvenndarleik, Andri Snær Axelsson ÍA í flokki U13, Alda Karen Jónsdóttir TBR í flokki U15, Davíð Bjarni Björnsson TBR í flokki U15 og Kristófer Darri Finnsson TBR í flokki U17. Þrír einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Andrea Nilsdóttir TBR í flokki U13 í einliðaleik og tvíliðaleik, Margrét Nilsdóttir TBR í flokki U15 í tvíliðaleik og í flokki U17 í tvenndarleik og Margrét Jóhannsdóttir í flokki U19 í einliða- og tvíliðaleik. Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru: Í einliðaleik: Jóna Kristín Hjartardóttir TBR (U17) og Thomas Þór Thomsen TBR (U19). Í tvíliðaleik: Davíð Örn Harðarson ÍA (U13), Lív Karlsdóttir TBR (U13), Andri Árnason TBR (U15), Steinar Bragi Gunnarsson ÍA (U15), Harpa Hilmisdóttir UMFS (U17), Lína Dóra Hannesdóttir TBR (U17), Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR (U19), Þorkell Ingi Eriksson TBR (U19) og Sara Högnadóttir TBR (U19). Í tvenndarleik: Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA (U13), Daníel Jóhannesson TBR (U19) og Sigríður Árnadóttir TBR (U19).

Atlamót ÍA var haldið í lok september. Í meistaraflokki vann Atli Jóhannesson TBR í einliðaleik karla. Í einliðaleik kvenna vann Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í tvíliðaleik karla sigruðu Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen TBR. Tvíliðaleik kvenna lauk með sigri Rakelar Jóhannesdóttur og Elínar Þóru Elíasdóttur TBR. Í tvenndarleik sigurðu Atli Jóhannesson og Jóhanna Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Steinn Þorkelsson TBR í einliðaleik karla. Í einliðaleik kvenna sigraði Alda Karen Jónsdóttir TBR. Í tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR og í tvíliðaleik kvenna unnu Elisabeth Christensen og Jóns Kristín Hjartardóttir TBR. Í tvenndarleik sigruðu Snorri Tómasson og Elisabeth Christensen TBR. Vignir Haraldsson TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Í einliðaleik kvenna vann Arna Karen Jóhannsdóttir Aftureldingu. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Phoung og Vignir Haraldsson TBR. Í tvíliðaleik kvenna var ekki keppt. Í tvenndarleik unnu Vignir Haraldsson og Lína Dóra Hannesdóttir TBR.

Október

TBA varð hluti að KA í sumar og við það varð til Tennis- og badmintondeild KA. Afmælismót TB-KA var haldið í október. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U17. Mótið var hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista. Í flokki U13 vann Daníel Ísak Steinarsson BH í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Daníel Ísak Steinarsson og Þórður Skúlason BH. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Daníel Orri Finnsson og Andrea Nilsdóttir TBR. Í flokki U15 vann Davíð Bjarni Björnsson TBR í einliðaleik sveina. Harpa Hilmisdóttir UMFS vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Atli Tómasson og Ormar Þór Harrason TBR. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda Jónsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni Björnsson og Alda Jónsdóttir TBR. Í flokki U17 vann Kristófer Darri Finnsson TBR í einliðaleik drengja. Arna Karen Jóhannsdóttir Aftureldingu vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR. Í tvíliðaleik telpna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR. Ekki var keppt í flokki U19 á mótinu.
Einliðaleikshluti Óskarsmóts KR var haldinn í október. Sigurvegarar í meistaraflokki voru Atli Jóhannesson TBR og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í A-flokki sigruðu Pálmi Guðfinnsson TBR og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Í B-flokki unnu Vignir Haraldsson TBR og Margrét Nilsdóttir TBR.

Vetrarmót TBR var haldið í október. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista. Í flokki U13 vann Andri Snær Axelsson ÍA í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Andri Snær Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Andri Snær Axelsson og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA. Í flokki U15 vann Davíð Bjarni Björnsson TBR í einliðaleik sveina. Alda Jónsdóttir TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Elvar Már Sturlaugsson og Matthías Vignir Vignisson ÍA. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda Jónsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Andri Árnason TBR og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu. Í flokki U17 vann Alex Harri Jónsson TBR í einliðaleik drengja. Arna Karen Jóhannsdóttir Aftureldingu vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR. Í tvíliðaleik telpna unnu Harpa Hilmisdóttir UMFS og Lína Dóra Hannesdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR. Í flokki U19 vann Thomas Þór Thomsen TBR í einliðaleik pilta. Margrét Jóhannsdóttir TBR vann í einliðaleik stúlkna. Í tvíliðaleik pilta unnu Stefán Ás Ingvarsson og Steinn Þorkelsson TBR. Í tvíliðaleik stúlkna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir. Í tvenndarleik unnu Thomas Þór Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR.

TBR Opið var haldið í október. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Í meistaraflokki stóð Atli Jóhannesson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik karla. Í einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik unnu Birkir Steinn Erlingsson og Róbert Þór Henn TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Tvenndarleikinn unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Steinn Þorkelsson TBR í einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Alda Jónsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla sigruðu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Þorkell Ingi Eriksson TBR. Í tvíliðaleik kvenna unnu Elisabeth Christensen og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Tvenndarleikinn unnu Snorri Tómasson og Elisabeth Christensen TBR. Davíð Phoung TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki og í einliðaleik kvenna sigraði Margrét Nilsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Phoung og Vignir Haraldsson TBR. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Tvenndarleikinn unnu Daníel Þór Heimisson og Irena Jónsdóttir ÍA.

Margrét Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri BSÍ fór á samráðsfund Norðurlandanna í Osló.

Nóvember

Í nóvember var Iceland International haldið í TBR húsunum. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins. Í ár var mjög góð þátttaka erlendra keppenda og styrkleiki mótsins var með besta móti. Alls tóku 86 keppandi frá átján löndum þátt í mótinu, 54 erlendir og 32 íslenskir. Umgjörð mótsins var öll hin glæsilegasta. Sigurvegarar Iceland International voru í einliðaleik karla Tien Chen Chou frá Tævan en hann er númer 33 á heimslista Alþjóða badmintonsambandsins, í einliðaleik kvenna Mei Hui Chiang frá Tævan, í tvíliðaleik karla Joe Morgan og Nic Strange frá Wales, í tvíliðaleik kvenna So Hee Lee og Seung Chan Shin frá Kóreu en þær eru jafnframt heimsmeistarar unglinga. Tvenndarleikinn sigurðu Tien Chen Chou og Mei Hui Chiang frá Tævan.

Unglingamót BH var haldið í nóvember. Mótið er liðakeppni fyrir aldurshópinn U13 - U17.

Unglingamót Aftureldingar var einnig haldið í nóvember. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Í flokki U13 sigraði Andri Snær Axelsson ÍA í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Andri Snær Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Andri Snær Axelsson og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA. Í flokki U15 vann Steinar Bragi Gunnarsson ÍA í einliðaleik sveina. Harpa Hilmisdóttir UMFS vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA. Í tvíliðaleik meyja unnu Dalrós Jara Jóhannsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Í tvenndarleik unnu Andri Árnason TBR og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu. Í flokki U17 vann Davíð Phoung TBR í einliðaleik drengja. Alda Jónsdóttir TBR vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR. Í tvíliðaleik telpna unnu Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu. Í tvenndarleik unnu Pálmi Guðfinnsson og Lína Dóra Hannesdóttir TBR. Í flokki U19 vann Stefán Ás Ingvarsson TBR í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik pilta unnu Daníel Jóhannesson og Thomas Þór Thomsen TBR. Í tvíliðaleik stúlkna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Thomas Þór Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR.

Desember

Jólamót unglinga var haldið í desember en mótið er einliðaleiksmót og er hluti af Asicsmótaröðinni. Sigurvegarar voru eftirtaldir: Í flokki U13 sigraði Andri Snær Axelsson ÍA og Þórunn Eylands TBR. Í flokki U15 vann Haukur Gíslason Samherja og Margrét Nilsdóttir TBR. Í flokki U17 vann Davíð Bjarni Björnsson TBR og Alda Jónsdóttir TBR. Í flokki U19 sigraði Stefán Ás Ingvarsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR.

Stjórn Badmintonsambands Íslands valdi í desember Rögnu Ingólfsdóttur og Kára Gunnarsson badmintonfólk ársins 2012. Ragna og Kári fengu viðurkenningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands ásamt íþróttafólki annarra íþróttagreina. Við sama tækifæri völdu Samtök Íþróttafréttamanna Íþróttamann ársins 2012. 

Á haustönninni spiluðu þrír íslenskir badmintonspilarar í dönsku deildinni. Tinna Helgadóttir spilaði með Værløse sem er nú í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar og Magnús Ingi Helgason spilar með Hillerød sem spilar í 2. deild er nú í sjöunda sæti þeirrar deildar. Þá spilar Egill Guðlaugsson með Aalborg Triton sem spilar í 4. deildinni.

Auk ofangreindra viðburða á árinu 2012 fóru fram tugir badmintonmóta á vegum aðildarfélaga BSÍ.

Landsliðshópar Badmintonsambandsins æfðu einnig öturlega á árinu bæði á stökum æfingum og í æfingabúðum yfir helgar.

Framundan er nýtt ár með nýjum og krefjandi verkefnum fyrir badmintonfólk um allt land. Ljóst er að árið mun einkennast af aðhaldi í rekstri eins og undanfarin ár en reynt verður eftir fremsta megni að halda hefðbundnum viðburðum sambandsins í föstum skorðum.
Fyrsta verkefni landsliðanna á nýju ári er Evrópukeppni landsliða sem fer fram í Rússlandi í febrúar.

Stjórn og starfsfólk Badmintonsambandsins sendir badmintonfólki og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt ár og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem nú er senn á enda.
Skrifað 31. desember 2012
Skrifađ 31. desember, 2012
mg