Jólamót unglinga er á laugardaginn

Jólamót unglinga verður haldið í TBR á laugardaginn. Mótið, sem er einliðaleiksmót, er hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista.

Alls eru 108 keppendur skráðir til leiks frá níu félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, TBR, Samherja, UMFS og UMF Þór.

Mótið hefst klukkan 10 og áætluð leikslok eru um klukkan 17.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Jólamóti unglinga.

Skrifađ 13. desember, 2012
mg