Hiller°d tapa­i fyrir KMB2010

Hillerød, lið Magnúsar Inga Helgasonar í dönsku annarri deildinni, tapaði leik sínum gegn KMB2010 5-8.

Magnús Ingi spilaði tvo leiki, einliða- og tvíliðaleik og tapaði báðum leikjunum naumlega.

Einliðaleikurinn var á fjórða velli gegn Carsten Gjerløv og Magnús tapaði honum mjög naumlega eftir oddalotu 12-21, 25-23 og 19-21.

Tvíliðaleikinn spilaði hann með Peter Rasmussen gegn Kasper Madsen og Janek Roos. Magnús og Rasmussen töpuðu einnig eftir oddalotu 9-21, 21-19 og 14-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í sjöttu umferð annarrar deildar.

Eftir þessa sjöttu umferð er Hillerød áfram í 7. og næst neðsta sæti deildarinnar og í fallsæti.

Næsta viðureign Hillerød og jafnframt sú síðasta fyrir umspil verður sunnudaginn 13. janúar gegn Skovshoved 2.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifa­ 11. desember, 2012
mg