Dregi­ Ý Evrˇpukeppni landsli­a

Dregið var í Evrópukeppni landsliða í dag sem fram fer í Ramenskoye í Rússlandi 12. - 17. febrúar 2013.

Ísland dróst í riðil þrjú með heimaþjóðinni, Rússum, sem er raðað númer þrjú inn í keppnina og með Búlgaríu.

Alls eru átta riðlar, fjórir með þremur löndum, og fjórir með fjórum löndum eða alls 28 lönd sem taka þátt. Dönum er raðað númer eitt en þeir eru núverandi Evrópumeistarar og hafa alls 13 sinnum hampað titlinum. Með Dönum í riðli eitt eru Norðmenn og Tyrkir.

Þýskalandi er raðað númer tvö en þeir mæta Eistlandi og Spáni.

Englandi er raðað númer fjögur en Englendingar hafa fimm sinnum orðið Evrópumeistarar. Þeir mæta Lettum og Litháum.

Hollandi er raðað númer fimm og lendir í riðli með Luxemburg, Ungverjalandi og Sviss.

Frökkum er raðað númer sex en þeir mæta Finnum, Írum og Ísraelum.

Númer sjö inn í keppnina er Svíþjóð sem keppir við Belgíu, Úkraínu og Hvíta-Rússland.

Að lokum er Skotlandi raðað númer átta. Með Skotum í riðli eru Slóvenar, Walesbúar og Tékkar.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í riðla.

Ísland er í þriggja landa riðli sem er sterkur. Ísland hefur einungis einu sinni mætt Rússum, árið 2008. Sá leikur endaði með 0-5 tapi. Rússar eru geysilega sterkir en þeir eru númer 9 á styrkleikalista landsliða sem Alþjóðlega badmintonsambandið gefur út. Ísland hefur mætt Búlgaríu níu sinnum, unnið sex sinnum og tapað þrisvar. Búlgaría er númer 24 á styrkleikalista landsliða en Ísland er í 39. sæti.

Sigurvegarar riðlanna fara áfram í útsláttarkeppni sem hefst föstudaginn 15. febrúar. Leikjaniðurröðun verður birt þriðjudaginn 18. desember.

Skrifa­ 12. desember, 2012
mg