Vćrlřse vann viđureign sína gegn Lillerřd

Værløse, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku úrvalsdeildinni, vann viðureign sína gegn Lillerød í gær 4-2. Þetta var sjöunda umferð dönsku deildarinnar.

Tinna lék ekki fyrir liðið í þessari viðureign en Værløse vann tvo einliðaleiki karla, tvíliðaleik kvenna og tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í sjöundu umferð úrvalsdeildarinnar.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Næsta viðureign Værløse er mánudaginn 3. desember gegn Solrød Strand. Hægt er að fylgjast með þeirri viðureign á Live Score með því að smella hér.

Skrifađ 3. desember, 2012
mg