Hiller°d tapa­i fyrir HolbŠk

Hillerød, lið Magnúsar Inga Helgasonar í dönsku annarri deildinni, tapaði leik sínum gegn Holbæk í gær 5-8.

Magnús Ingi spilaði tvo leiki, einliða- og tvíliðaleik og tapaði báðum leikjunum.

Einliðaleikurinn var gegn Rasmus Gundersen og Magnús tapaði honum mjög naumlega 20-22 og 20-22.

Tvíliðaleikinn spilaði hann með Tobias Røndbjerg gegn Rene Boye Faber og Aners Qwist. Magnús og Røndberg töpuðu eftir tvær lotur 18-21 og 13-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í fjórðu umferð annarrar deildar.

Eftir þessa fimmtu umferð er Hillerød í 7. og næst neðsta sæti deildarinnar og í fallsæti og hefur fallið um tvö sæti milli umferða.

Næsta viðureign Hillerød verður sunnudaginn 9. desember gegn KMB2010.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifa­ 19. nˇvember, 2012
mg