Unglingamót BH hefst á morgun

Um helgina fer Unglingamót BH fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Mótið er eins og undanfarin ár liðakeppni milli félaga þar sem spilaðir eru þrír einliðaleikir og tveir tvíliðaleikir í hverri viðureign tveggja liða.

Til keppni eru skráð 23 lið frá sjö félögum, als um 120 leikmenn. Keppt verður í fimm flokkum og eru eftirfarandi helstu upplýsingar um hvernig keppnin fer fram.

U17-U19
Mæting kl.8:00 á laugardag
Keppni hefst kl.8:30
8 lið spila í 2 riðlum og svo um sæti milli riðla
Áætluð mótslok og verðlaunaafhending kl.15:30

U15B
Mæting kl.15:00 á laugardag
Keppni hefst kl.15:30
4 lið spila öll við alla
Áætluð mótslok og verðlaunaafhending kl.19:00

U15A
Mæting kl.8:30 á sunnudag (eitt lið situr hjá)
Keppni hefst kl.9:00
3 lið spila öll við alla tvöfalda umferð
Athugið að það er hjáseta hjá einu liði í hverri umferð.
Áætluð mótslok og verðlaunaafhending kl.18:00

U13A
Mæting kl.8:30 á sunnudag
Keppni hefst kl.9:00
4 lið spila öll við alla
Áætluð mótslok og verðlaunaafhending kl.13:30

U13B
Mæting kl.13:00 á sunnudag
Keppni hefst kl.13:30
4 lið spila öll við alla
Áætluð mótslok og verðlaunaafhending kl.18:00

Nánari upplýsingar um niðurröðun, tímasetningar einstakra leikja og leikmenn liða má finna hér.

Skrifað 16. nóvember, 2012
mg