Chou Tien Chen frá Chinese Taipei sigurvegari í einliðaleik karla á Iceland International 2012

Til úrslita í einliðaleik karla lék Chou Tien Chen frá Chinese Taipei en hann er númer 33 á heimslistanum hann vann Bitburger Open í Þýskalandi um síðustu helgi og hefur einnig unnið Canada Open á árinu. Þá hefur hann einnig unnið Lin Dan tvöföldan Ólympíumeistara sem er númer 2 á heimslistanum í dag.

Andstæðingur Chou Tien Chen er Ha Young Woong S-Kóreu en hann er í sæti 407 á heimslistanum en hann hefur einungis 4 mót á bak við sig á ferlinum en það segir ekkert til um geta þessa unga Kóreumanns. Fyrir stuttu síðan spilaði hann gegn áðurnefndum Lin Dan og tapaði í oddalotu.

Leikur þeirra Chou Tien Chen og Ha Young Woong fór varfærnislega af stað en síðan sáust góð tilþrif að beggja hálfu. Chen hafði þó yfirhöndina og komst í 11 - 7 og síðan í 17 - 13, 18 - 15 og lotunni lauk síðan með sigri Chen 21 - 19. Jafnræði var í byrjun lotu tvö og sýndu spilararnir mjög skemmtilegan leik á löngum köflum. Chen hafði þó yfirhöndina en náði samt ekki hrista Woong almennilega af sér en hann komst í 11 - 8. Í síðari hluta lotunar sýndi Chen styrk sinn og komst í 16 - 10, 18 - 12, nú tók Woong vel við sér og náði að jafna 19 - 19, 20 - 20, 21 - 21 og sýndi báðir spilarar frábær tilþrif á þessum kafla, Chen náði síðan að vinna lotuna 23 - 21.

Chou Tien Chen frá Chinese Taipei er sigurvegari í einliðaleik karla á Iceland International.

Hægt er að horfa á úrslitaleikina beint á www.sporttv.is 

Skrifað 11. nóvember, 2012
mg