Joe Morgan og Nic Strange frá Wales eru sigurvegarar í tvíliđaleik karla á Iceland International 2012

Þriðji og síðasti dagur Iceland International hófst með úrslitaleik í tvíliðaleik karla.

Þar áttust við Walesverjarnir Joe Morgan og Nic Strange (2) og Skotarnir Martin Campell og Patrick Machugh. Morgan og Strange spiluðu mjög vel í fyrstu lotu og unnu hana nokkuð örugglega 21 - 17. Campell og Machugh mættu ákveðnir til leiks í næst lotu komust í 3 - 0 og síðan 7 - 3 en þá tóku Morgan og Strange við sér og komust í 8 - 11. Þeir héldu síðan þessum mun til loka og unnu að lokum seinni lotuna 21 - 16.

Sigurvegarar í tvíliðaleik karla á Iceland International eru Joe Morgan og Nic Strange frá Wales.

Sýnt er beint frá úrslitunum á www.sporttv.is

 

Skrifađ 11. nóvember, 2012
mg