Ćsispennandi leikir í tvíliđaleik kvenna

Magnús Helgason og Helgi Jóhannesson leika í undanúrslitum í tvíliðaleik en Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson eru úr leik. Magnús og Helgi unnu Peter Correl og Jonas Rassmussen Danmörku 21-9 og 21-15. Kári og Atli töpuðu fyrir Martin Campell og Patrick Machugh, Skotlandi 11-21 og 12-21.

Í undanúrslitum mæta Magnús og Helgi þeim Martin Campell og Patrick Machugh, Skotlandi. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli Josua Eipe og Aske Högsted Lauritsen Danmörku og Joe Morgan og Nic Strange Wales.

Í tvíðliðaleik kvenna féllu íslensku stúlkurnar allar úr leik, Jóhanna Jóhannsdóttir og Þorbjörg Kristinsdóttir töpuðu fyrir pari frá S-Kóreu og það gerðu Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir einnig. Systurnar María og Sigríður Árnadætur töpuðu síðan fyrir stúlkum frá Englandi og Skotlandi. Síðasta parið inn í undanúrslit í tvíliðaleik kvenna kemur svo frá S-Kóreu eftir að þær unnu stöllur sínar frá Rússlandi í þremur lotum þar sem jafnt var á öllum stigum í þeim tveimur síðari alveg fram á síðustu stig.

Í undanúrslitum mæta Ko A Ra og Yoo Hae Won S- Kóreu þeim Hyo Min Kim og Min Ji Lee S-Kóreu. Lee So Hee og Shin Seung Chan S-Kóreu mæta Sinead Chambers Írlandi og Emmu Cook Skotlandi.

Undanúrslit hefjast í dag kl. 16:30 á einliðaleik karla, síðan einliðaleik kvenna, tvíliðaleik karla, tvíliðaleik kvenn og undanúrslitaleikirnir enda síðan á tvenndarleik.

Við hvetjum fólk til að mæta í tBR húsið í Gnoðarvogi því leikirnir í átta liða úrslitum allra flokka voru margir hverjir æsi spennandi og verða undanúrslitaleikirnir án efa mjög skemmtilegir.

Skrifađ 10. nóvember, 2012
mg