Iceland International - dagur 2

Það verður íslenkst par sem leikur til úrslita í tvenndarleik á Iceland International.

Heimsmeistarar unglinga þau Chou Tien Chen og Chiang Mei Hui frá Chinise Tapei komust í undanúrslit með sigri á Aske Högsted Lauritsen og Louise Seiersen frá Danmörku 21 _14, 14 - 21 og 21 - 14, þá unnu þau Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elíasdóttir, Atli jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir, Egill Guðlaugsson og Jóhanna Jóhannsdóttir unnu einnig sína leiki.

Í undanúrslitum mæta Helgi og Elín þeim Agli og Jóhönnu og Atli og Snjólaug mæta heimsmeisturum unglinga Chou Tien Chen og Chiang Mei Hui.

Í einliðaleik kvenna er Akvile Stapusaityte (1) Litháen andstæðingur Rögnu Ingólfsdóttur á Olympíleikunum komin í undanúrslit eftir sigur á Hyo Min Kim S-Koreu 24 -22 og 21 - 15.

Aðrar stúlkur í undanúrslitum eru Romina Gabdullina (3) Rússlandi, Natalia Perminova Rússlandi og Chiang Mei Hui S-Kóreu. A. Stapusaityte (1) Litháen mætir R. Gabdullina (3) Rússlandi og Natalia Perminova Rússlandi mætir Chiang Mei Hui S-Kóreu.

Skrifað 10. nóvember, 2012
mg