Fyrsta degi Iceland International lokið

Fyrsta degi Iceland International lauk með leikjum í tvíliðaleik karla og kvenna.

Helstu úrslit urðu þau að Magnús Helgason og Helgi Jóhannesson unnu Egil Guðlaugsson og Ragnar Harðarson í tveimur settum, Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson eru einnig komnir í aðra umferð eftir sigur á Eiði Broddasyni og Daníel Jóhannessyni. Aðrir íslenskir keppendur eru úr leik.

Þær íslensku stúlkur sem léku í tvíliðaleik í dag féllu allar úr leik en þær léku allar gegn erlendum keppendum. Í tvíliðaleik kvenna leika á morgun Jóhanna Jóhannsdóttir gegn heimsmeisturum unglinga sem koma frá S-Kóreu. Á morgun leika einnig systurnar María Árnadóttir og Sigríður Árnadóttir ásamt þeim Söru Högnadóttur og Margréti Jóhannsdóttur en þær leika allar gegn erlendum andstæðingum.

Keppni hefst svo í fyrramálið kl. 10 með leikjum í tvenndarleik.

Smellið hér til að sja úrslit dagsins.

Skrifað 9. nóvember, 2012
mg