Kári kominn í átta manna úrslit

Kári Gunnarsson er kominn í átta manna úrslit á Iceland International eftir sigur á Park Sung Min sem var raðað inn á mótið í sjöunda sæti. Kári sigraði í hörku leik 14 - 21, 21 - 19 og 21 - 17.

Þá tapaði Ítalinn Rosario Maddaloni (3) sínum leik fyrir Yim Jong Woo í tveimur settum.

Norðmaðurinn Marius Myhre (6) tapaði fyrir Ha Young Woong í tveimur settum. Þá eru Chou Tien Chen (1) Chinise Tapei, Andrew Smith (2) Englandi, Kim Bruun (5) Danmörku og Nikita Khakimov Rússlandi einnig komnir í 8 manna úrslit.

Kári leikur í 8 manna úrslitum gegn Yim Jong Woo og hefst leikur þeirra kl. 11:20 á morgun laugardag.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í einliðaleik karla.

Skrifađ 9. nóvember, 2012
mg