Ey■ˇr Andri s÷luhŠ­stur

TBR-ingurinn Eyþór Andri Rúnarsson var duglegasti sölumaður Happdrættismiða BSÍ árið 2007. Hann seldi hvorki meira né minna en 80 miða sem er sannarlega frábær árangur.

Eyþór Andri er 12 ára og æfir badminton hjá TBR fjórum sinnum í viku. Fulltrúi Badmintonsambandsins hitti Eyþór í TBR húsinu í dag og færði honum bakpoka og pennasett í verðlaun fyrir að vera söluhæðsti TBR-ingurinn í Happdrætti BSÍ þetta árið. Einnig fékk hann landsliðsbol að gjöf þar sem að hann var einnig söluhæðstur allra í landinu.

Eyþór sagði að pabbi hans hefði keypt stóran hluta af happdrættismiðunum en annars hefði hann gengið í hús í hverfinu sínu og það hafi gengið mjög vel. Aðspurður um hvort að hann beitti einhverjum sérstökum aðferðum við sölu miðanna sagði hann að það væri bara nóg að brosa og vera kurteis.

Smellið hér til að sjá mynd af Eyþóri Andra með verðlaunin sín.

Skrifa­ 5. desember, 2007
ALS