Annarri umfer­ Ý einli­aleik kvenna loki­

Í annarri umferð í einliðaleik kvenna komu inn þær stúlkur sem raðað var inn í mótið.

Akvile Stapusaityte frá Litháen sem var raðað inn númer eitt í mótið sigraði Matildu Petersen frá Svíþjóð í oddalotu 14 - 21, 21 - 5 og 21 - 18.

Nokkuð óvænt úrslit urðu þegar Grace Gabríel frá Nígeríu sem var raðað inn númer tvö tapaði í tveimur lotum 16 - 21 og 9 - 21 fyrir Min Ji Lee frá S-Kóreu.

Jóhanna Jóhannsdóttir tapaði í tveimur lotum fyrir Z. Pavelkovu frá Tékklandi sem var raðað inn númer fjögur.

Þá töpuðu Snjólaug Jóhannsdóttir og María Árnadóttir fyrir erlendum anstæðingum sínum. Allar íslensku stúlkurnar eru þar með fallnar úr einliðaleiknum.

Þrjár af fjórum sterkustu stúlkunum sem raðað var inn í mótið, A. Stapusaityte (1) Litháen, R. Gabdullina (3) Rússlandi og Z. Pavelkova (4) Tékklandi komust áfram í átta kvenna úrslit.

Skrifa­ 9. nˇvember, 2012
mg