Kári kominn áfram í einliðaleik

Kári Gunnarsson sigraði andstæðning sinn Anatoliy Yartsev frá Rússlandi í tveimur lotum 21- 16 og 21-16.

Egill Guðlaugsson tapaði fyrir Rosario Maddaloni frá Ítalíu í tveimur lotum en Ítalanum var raðað númer þrjú inn í mótið.

Aðrir íslenskir spilarar þ.a.m Magnús Helgason og Atli Jóhannesson hafa ekki hafið leik. Kári leikur næst gegn Park Sung Min frá S-Kóreu en honum er raðað inn sem sjötta sterkasta spilaranum í einliðaleik.

Skrifað 9. nóvember, 2012
mg