Iceland International hafið.

Alþjóðlega mótið Iceland International hófst í TBR húsunum í morgun klukkan 9 fyrir hádegi með forkeppni í einliðaleik karla.

Í forkeppninni léku átta spilarar og var Bjarki Stefánsson eini íslenski spilarinn í forkeppninni. Hann tapaði sínum leik gegn Joshua Eipe Danmörku 13 - 21 og 10 - 21. Aðrir spilarar sem komust áfram eru Rasmus Holmboe Dahl Danmörku, Vendy Sean Englandi og Peter Correl Danmörku.

Í fyrstu umferð sem hófst kl. 10 sýndu chou Tien Chen og Chiang Mei Hui frá Chinese Taipei styrk sinn er þau sigruðu Ragnar Harðarson og Maríu Árnadóttur 21 - 6 og 21 - 7. Leikur Helga Jóhannessonr og Elínar Elíasdóttir gegn Daníel Thomsen og Margrétar Jóhannsdóttur endi í oddalotu þar sem Helgi og Elín báru sigur úr bítum 17 -21, 21 19 og 21 - 16.

Einliðaleikir kvenna hófust kl. 11:10 og fyrsta umferð í einliðaleik karla hefst klukkan 12:20.

Skrifað 9. nóvember, 2012
mg