Værløse tapaði í gær

Værløse, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku úrvalsdeildinni, tapaði leik sinn gegn Odense OBK í fimmtu umferð dönsku deildarinnar 3-4.

Tinna spilaði tvíliðaleik með Maria Helsbøl. Þær töpuðu fyrir Camilla Martens og Mia Sejr Nielsen eftir oddalotu 19-21, 21-16 og 13-21.

Værløse vann viðureignir í einliðaleik karla og kvenna og tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í fimmtu umferð úrvalsdeildarinnar.

Eftir umferðina dettur Værløse niður um eitt sæti og er nú í fjórða sæti deildarinnar.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Næsta viðureign Værløse er fimmtudaginn 8. nóvember gegn Aarhus.

Skrifað 7. nóvember, 2012
mg