Peter Gade leggur spađann á hilluna

Á sunnudaginn var haldin kveðjuathöfn fyrir Peter Gade á Opna franska mótinu. Franska badmintonsambandið færði Gade vínflösku á meðan 3000 áhorfendur heiðruðu þessa badminton goðsögn. Gade endaði á að gefa teyjuna sína í söfnun fyrir Solibad - badminton án landamæra.

Tveimur dögum fyrr tapaði Gade í undanúrslitum á mótinu fyrir Jan Ø Jørgensen í sínum síðasta alþjóðlega leik eftir 15 ára frábæran feril í fullorðinskeppnum. Ný dönsk hetja í badminton, hinn ungi Viktor Axelsen, komst í úrslit í mótinu.

Gade hefur átt mjög farsælan feril en hann varð fimm sinnum Evrópumeistari; 1998, 2000, 2004, 2006 og 2010 auk þess að hafa unnið 22 titla í Superseries eða Grand Prix mótum innan mótaraðar alþjóðlega badmintonsambandsins. Að auki hefur hann unnið til fimm verðlaunapeninga á heimsmeistaramótum, silfur árið 2001 og brons árin 1999, 2005, 2010 og 2011. Hann vann All-England árið 1999 og hann er sigursælasti evrópski einliðaleiksspilarinn í Asíu en þar hefur hann unnið 13 mót.Peter Gade

Gade mun spila tvisvar í viðbót opinberlega, gegn Lin Dan í „Copenhagen Masters" 27. desember næstkomandi og á góðgerðarmótinu „One night with the stars" í Genf í Sviss þann 27. apríl 2013. Þar verður safnað fyrir Solibad - badminton án landamæra.

Smellið hér til að lesa um uppboðið á treyjunni.

Smellið hér til að lesa viðtal við Peter Gade á Badzine TV.

Smellið hér til að skoða heimasíðu Peter Gade.

Smellið hér til að sjá um Copenhagen Masters.

Smellið hér til að sjá um One night with the Stars.

Skrifađ 31. oktober, 2012
mg