Niđurröđun í Iceland International mótiđ birt

Rétt í þessu var dráttur í Iceland International mótið birtur á netinu.

54 erlendir keppendur frá átján löndum, Belgíu, Danmörku, Englandi, Írlandi, Ítalíu, Kanada, Kóreu, Litháen, Nígeríu, Noregi, Rússlandi, Skotlandi, Svíþjóð, Tékklandi, Tævan, Ungverjalandi og Wales eru skráðir í mótið auk 31 íslensks keppanda.

Forkeppni er í einliðaleik karla en einn íslenskur keppandi tekur þátt í henni, Bjarki Stefánsson. Chou Tien Chen frá Tævan fær fyrstu röðun í einliðaleik karla og Andrew Smith frá Englandi aðra röðun. Magnús Ingi Helgason keppir fyrsta leik sinn á móti Smith.

Akvile Stapusaityte frá Litháen fær fyrstu röðun í einliðaleik kvenna en hún er okkur að góðu kunn frá Ólympíuleikunum í sumar en þá vann Ragna Ingólfsdóttir leik sinn á móti henni. Grace Gabriel frá Nígeríu fær aðra röðun í einliðaleik kvenna.

Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson fá fyrstu röðun í tvíliðaleik karla. Aðra röðun fá Joe Morgan og Nic Strange frá Wales.

Lee So Hee og Shin Seung Chan frá Kóreu frá fyrstu röðun í tvíliðaleik kvenna en aðra röðun fá Irina Hlebko og Ksenia Polikarpova frá Rússlandi.

Í tvenndarleik fá Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir fyrstu röðun en Birkir Steinn Erlingsson og Þorbjörg Kristinsdóttir aðra röðun.

Mótið fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog og hefst föstudaginn 9. nóvember og endar á úrslitum sunnudaginn 11. nóvember.

Smellið hér til að nálgast niðurröðun í mótið.

Skrifađ 31. oktober, 2012
mg