Hiller°d tapa­i fyrir Solr°d Strand

Hillerød, lið Magnúsar Inga Helgasonar í dönsku annarri deildinni, tapaði leik sínum gegn Solrød Strand á sunnudagskvöldið 4-9.

Magnús Ingi spilaði tvo leiki, einliða- og tvíliðaleik. Magnús spilaði þriðja einliðaleik karla gegn Jeppe Ellebæk og tapaði eftir oddalotu 5-21, 21-18 og 11-21.

Tvíliðaleikinn spilaði hann með Peter Rasmussen gegn Mads Pedersen og Simon G. Pedersen. Magnús og Rasmussen töpuðu eftir tvær lotur 8-21 og 16-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í fjórðu umferð annarrar deildar.

Eftir þessa fjórðu umferð er Hillerød í 5. sæti deildarinnar og í fallsæti. Næsta viðureign Hillerød verður sunnudaginn 18. nóvember gegn Holbæk.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifa­ 30. oktober, 2012
mg