Úrslit Vetrarmóts TBR

Vetrarmót TBR var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista.

Í flokki U13 vann Andri Snær Axelsson ÍA Daníel Ísak Steinarsson BH 21-10 og 21-12 í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann Þórunni Eylands TBR 21-18 og 21-16 í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Andri Snær og Davíð Örn Harðarson ÍA Daníel Ísak Steinarsson og Þórð Skúlason BH 21-17 og 21-13. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea og Erna Katrín Pétursdóttir TBR Lív Karlsdóttur og Þórunni Eylands TBR 21-14 og 21-18. Í tvenndarleik unnu Andri Snær og Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA Daníel Orra Finnsson og Andreu Nilsdóttur TBR 21-11 og 21-19. Andri Snær vann því þrefalt á þessu móti.

Í flokki U15 vann Davíð Bjarni Björnsson TBR Steinar Braga Gunnarsson ÍA 21-10 og 21-11 í einliðaleik sveina. Alda Jónsdóttir TBR vann Hörpu Hilmisdóttur UMFS 21-13 og 21-16 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Elvar Már Sturlaugsson og Mattás Vignir Vignisson ÍA Atla Tómasson og Ormar Þór Harrason TBR 21-9 og 21-18. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda og Margrét Nilsdóttir TBR Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH 21-13 og 21-12. Í tvenndarleik unnu Andri Árnason TBR og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu þau Steinar Braga Gunnarsson ÍA og Hörpu Hilmisdóttur UMFS eftir oddalotu 10-21, 21-11 og 21-19.

Í flokki U17 vann Alex Harri Jónsson TBR Róbert Inga Huldarsson BH eftir oddalotu 21-15, 17-21 og 21-17 í einliðaleik drengja. Arna Karen Jóhannsdóttir Aftureldingu vann Línu Dóru Hannesdóttur TBR 21-9 og 21-5 í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR Davíð Phoung og Vigni Haraldsson 21-11 og 21-15. Í tvíliðaleik telpna unnu Harpa Hilmisdóttir UMFS og Lína Dóra Hannesdóttir TBR þær Örnu Karen Jóhannsdóttur og Margréti Dís Stefánsdóttur Aftureldingu 21-10 og 21-18. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri og Margrét Nilsdóttir TBR Davíð Bjarna Björnsson og Öldu Jónsdóttur TBR eftir oddalotu 21-16, 13-21 og 21-18.

Í flokki U19 vann Thomas Þór Thomsen TBR Daníel Jóhannesson TBR eftir oddalotu 17-21, 21-19 og 21-18 í einliðaleik pilta. Margrét Jóhannsdóttir TBR vann Söru Högnadóttur TBR 21-16 og 21-11 í einliðaleik stúlkna. Í tvíliðaleik pilta unnu Stefán Ás Ingvarsson og Steinn Þorkelsson TBR Sigurð Sverri Gunnarsson og Þorkel Inga Eriksson TBR eftir hörkuspennandi oddalotu 21-15, 15-21 og 25-23. Í tvíliðaleik stúlkna unnu Margrét og Sara þær Jónu Kristínu Hjartardóttur og Sigríði Árnadóttur TBR 21-12 og 21-11. Í tvenndarleik unnu Thomas Þór Thomsen og Margrét Jóhanns. Daníel Jóhannesson og Sigríði Árnadóttur TBR 21-15 og 21-19. Margrét Jóhannsdóttir vann því þrefalt á þessu móti.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingamóti TBR.

Næsta mót á Asicsmótaröð BSÍ verður Unglingamót Aftureldingar 24. - 25. nóvember næstkomandi.

Skrifađ 22. oktober, 2012
mg