Úrslit Óskarsmóts KR

Þriðja mót stjörnumótaraðar BSÍ, Óskarsmót KR, var á laugardaginn. Mótið var einliðaleiksmót en tvíliða- og tvenndarleikshluti mótsins verður í febrúar.

Í meistaraflokki hélt sigurganga Atla Jóhannessonar TBR áfram í karlaflokki en hann sigraði Jónas Baldursson TBR 21-11 og 21-13.

Í kvennaflokki hélt sigurganga Rakelar Jóhannesdóttur TBR áfram en hún sigraði Margréti Jóhannsdóttur TBR, 21-17 og 21-9.

Í A-flokki sigraði Pálmi Guðfinnsson TBR. Hann vann Thomas Þór Thomsen TBR 21-18 og 21-14.

Í kvennaflokki sigraði Jóna Kristín Hjartardóttir TBR Unni Björgu Elíasdóttur TBR eftir oddalotu 21-17, 17-21 og 21-16.

Vignir Haraldsson TBR sigraði í karlaflokki í B-flokki en hann vann einnig Atlamót ÍA um síðustu helgi. Hann vann Alex Harra Jónsson TBR eftir oddalotu 17-21, 21-19 og 21-17.

Í kvennaflokki vann Margrét Nilsdóttir TBR en í þeim flokki var keppt í riðlum.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Óskarsmóti KR.

Næsta mót á mótaröð BSÍ verður TBR Opið þann 27. - 28. október næstkomandi.

Skrifađ 15. oktober, 2012
mg