Úrslit á Afmćlismóti TB-KA

Afmælismót TB-KA var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U17. Mótið var hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista.

Í flokki U13 vann Daníel Ísak Steinarsson BH Eystein Högnason TBR 21-15 og 21-15 í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann Þórunni Eylands TBR 21-16 og 21-16 í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Daníel Ísak Steinarsson og Þórður Skúlason BH Andra Broddason og Daníel Orra Finnsson TBR eftir hörkuspennandi oddalotu 24-26, 21-11 og 23-21. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR Lív Karlsdóttur og Þórunni Eylands TBR 21-16 og 21-12. Í tvenndarleik unnu Daníel Orri og Andrea TBR Andra Broddason og Ernu Katrínu Pétursdóttur TBR eftir oddalotu 19-21, 21-14 og 21-18. Andrea Nilsdóttir vann því þrefalt á mótinu.

Í flokki U15 vann Davíð Bjarni Björnsson TBR Hauk Gíslason Samherja 21-15 og 21-10 í einliðaleik sveina. Harpa Hilmisdóttir UMFS vann Öldu Jónsdóttur TBR 21-19 og 24-22 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Atli Tómasson og Ormar Þór Harrason TBR Andra Árnason TBR og Elmar Blæ Arnarsson Samherja 21-17 og 21-17. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda og Margrét Nilsdóttir TBR Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH 21-15 og 21-13. Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni og Alda TBR Hauk Gíslason og Söru Þorsteinsdóttur Samherja 21-8 og 21-12.

Í flokki U17 vann Kristófer Darri Finnsson TBR Pálma Guðfinnsson TBR 21-18 og 21-15 í einliðaleik drengja. Arna Karen Jóhannsdóttir Aftureldingu vann Unni Dagbjörtu Ólafsdóttur TBR 21-10 og 21-9 í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri TBR Alexander Huang og Pálma Guðfinnsson TBR 21-13 og 21-16. Í tvíliðaleik telpna unnu Arna Karen og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu Elísu Líf Guðbjartsdóttur og Unni Dagbjörtu TBR 21-7 og 21-5. Í tvenndarleik í flokki U17 unnu Kristófer Darri og Margrét Nilsdóttir TBR Pálma Guðfinnsson TBR og Hörpu Hilmisdóttur UMFS 21-18 og 21-18. Kristófer og Davíð Bjarni unnu því þrefalt á þessu móti.

Ekki var keppt í flokki U19 á mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Afmælismóti TB-KA.

Skrifađ 9. oktober, 2012
mg