Úrslit á Atlamóti ÍA

Annað mót mótaraðar BSÍ, Atlamót ÍA, var um helgina.

Í meistaraflokki vann Atli Jóhannesson TBR í einliðaleik karla en hann sigraði Bjarka Stefánsson TBR, eftir oddalotu 17-21, 21-17 og 21-13.

Í einliðaleik kvenna vann Rakel Jóhannesdóttir TBR en hún sigraði Þorbjörgu Kristinsdóttur TBR 21-12 og 21-11.

Í tvíliðaleik karla sigruðu Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen TBR bræðurna Atla og Helga Jóhannessyni TBR eftir æsipennandi leik 22-20 og 28-26.

Úrslitaleikur í tvíliðaleik kvenna var einnig mjög spennandi og lauk með naumum sigri Rakelar Jóhannesdóttiu og Elínar Þóru Elíasdóttur TBR á Jóhönnu Jóhannsdóttur og Þorbjörgu Kristinsdóttur TBR eftir oddalotu 20-22, 21-15 og 23-21.

Í tvenndarleik sigurðu Atli Jóhannesson og Jóhanna Jóhannsdóttir TBR Bjarka Stefánsson og Rakel Jóhannesdóttur TBR 21-18 og 21-17.

Í A-flokki sigraði Steinn Þorkelsson TBR í einliðaleik karla. Hann vann Kristófer Darra Finnsson TBR eftir oddalotu 21-15, 17-21 og 21-11.

Í einliðaleik kvenna sigraði Alda Karen Jónsdóttir TBR en keppt var í riðli í flokknum. Alda vann alla fjóra leiki sína.

Í tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR eftir sigur á Pétri Hemmingsen og Snorra Tómassyni TBR 22-20, 14-21 og 21-19.

Tvíliðaleik kvenna unnu Elisabeth Christensen og Jóns Kristín Hjartardóttir TBR en þær sigurðu Alexöndru Ýr Stefánsdóttur og Irenu Rut Jónsdóttur ÍA 21-18 og 21-16.

Í tvenndarleik sigruðu Snorri Tómasson og Elisabeth Christensen TBR Helga Grétar Gunnarsson og Alexöndru Ýr Stefánsdóttur ÍA 21-15 og 21-13.

Vignir Haraldsson TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Hann vann Davíð Phoung TBR í úrslitum eftir oddalotu 18-21, 21-16 og 21-17.

Í einliðaleik kvenna vann Arna Karen Jóhannsdóttir Aftureldingu. Í flokknum var keppt í riðlum og Arna vann alla þrjá leiki sína í riðlinum.

Tvíliðaleik karla unnu Davíð Phoung og Vignir Haraldsson TBR. Þeir unnu Skagamennina Daníel Þór Heimsson og Halldór Axel Axelsson 21-14 og 21-13.

Í tvíliðaleik kvenna var ekki keppt.

Í tvenndarleik unnu Vignir Haraldsson og Lína Dóra Hannesdóttir TBR er þau lögðu Davíð Phoung og Örnu Karen Jóhannsdóttur að velli eftir oddalotu 16-21, 21-17 og 21-12.

Smellið hér
til að sjá fleiri úrslit á Atlamóti ÍA.
Skrifað 1. oktober, 2012
mg