Hiller°d lag­i Holte a­ velli

Hillerød, lið Magnúsar Inga Helgasonar í dönsku annarri deildinni, vann annan leik sinn á tímabilinu er liði sigraði Holte 8-5.

Magnús Ingi spilaði tvo leiki, einliða- og tvíliðaleik.

Magnús spilaði þriðja einliðaleik karla og tapaði honum fyrir Andreas Borella 20-22 og 12-21.

Tvíliðaleikinn spilaði hann með Peter Rasmussen gegn Michael Lamp og Morten Larsen. Magnús og Rasmussen unnu eftir oddalotu 11-21, 21-18 og 21-17.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í annarri umferð annarrar deildar.

Eftir þessa fyrstu umferð er Hillerød í 4. sæti deildarinnar og hefur því færst upp um eitt sæti frá fyrstu umferð. Næsta viðureign Hillerød verður laugardaginn 6. október gegn Greve 2.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifa­ 25. september, 2012
mg