Fjórir ţrefaldir Reykjavíkurmeistarar

Reykjavíkurmót unglinga var haldið í TBR á laugardaginn.

Fjórir aðilar unnu það afrek að verða þrefaldir Reykjavíkurmeistarar, í einliðaleik, tvíliðaleik og í tvenndarleik, þau Andri Snær Axelsson ÍA (U13), Alda Karen Jónsdóttir TBR (U15), Davíð Bjarni Björnsson TBR (U15 og U17) og Kristófer Darri Finnsson TBR (U17).

Þrír einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Andrea Nilsdóttir TBR (U13) í einliða- og tvíliðaleik, Margrét Nilsdóttir TBR (U15) í tvíliðaleik og (U17) í tvenndarleik og Margrét Jóhannsdóttir TBR (U19) í einliða- og tvíliðaleik.

Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru:

Í einliðaleik: Jóna Kristín Hjartardóttir TBR (U17) og Thomas Þór Thomsen TBR (U19).
Í tvíliðaleik: Davíð Örn Harðarson ÍA (U13), Lív Karlsdóttir TBR (U13), Andri Árnason TBR (U15), Steinar Bragi Gunnarsson ÍA (U15), Harpa Hilmisdóttir UMF Skallagrími (U17), Lína Dóra Hannesdóttir TBR (U17), Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR (U19), Þorkell Ingi Eriksson TBR (U19) og Sara Högnadóttir TBR (U19).
Í tvenndarleik: Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA (U13), Daníel Jóhannesson TBR (U19) og Sigríður Árnadóttir TBR (U19).

Úrslit leikja á Reykjavíkurmóti unglinga má nálgast með því að smella hér.

Skrifađ 24. september, 2012
mg