VŠrl°se vann Vendsyssel Ý d÷nsku ˙rvalsdeildinni

Værløse, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku úrvalsdeildinni, vann leik sinn gegn Vendsyssel í annarri umferð dönsku deildarinnar 4-2.

Tinna spilaði tvíliðaleik með Josephine Van Zaane og þær töpuðu fyrir Yao Jie og Camilla Sørensen 12-21 og 10-21. Jie er Íslendingum kunn eftir að hafa lagt Rögnu Ingólfsdóttur mjög naumlega að velli á Ólympíuleikunum í London í júlí síðastliðnum.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit annarrar umferðar úrvalsdeildarinnar.

Eftir umferðina er Værløse í öðru sæti deildarinnar.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifa­ 18. september, 2012
mg