Hillerřd tapađi fyrsta leik sínum í annarri deild

Hillerød, lið Magnúsar Inga Helgasonar í dönsku annarri deildinni, tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu fyrir Odense OBK 5-8.

Magnús Ingi spilaði tvo leiki, tvíliðaleik og tvenndarleik.

Tvíliðaleikinn spilaði hann með Peter Rasmussen gegn Alexander Bach Gram og Jesper Laumans. Magnús og Rasmussen töpuðu 18-21 og 16-21.

Tvenndarleikinn spilaði hann með Sigrun Smith gegn Alexander Bach Gram og Maiken Fruergaard. Magnús og Smith töpuðu eftir oddalotu 15-21, 21-10 og 12-21.

Spilaðir eru fjórir einliðaleikir karla, tveir einliðaleikir kvenna, þrír tvíliðaleikir karla, tveir tvíliðaleikir kvenna og tveir tvenndarleikir í hverri viðureign.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í fyrstu umferð annarrar deildar. 

Eftir þessa fyrstu umferð er Hillerød í 5. sæti deildarinnar. Næsta viðureign Hillerød verður sunnudaginn 23. september gegn Holte.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Skrifađ 17. september, 2012
mg