Mótaröđ Badmintonsambandsins hefst á morgun

Fyrsta mót vetrarins, Einliðaleiksmót TBR, er á morgun, föstudagskvöldið 7. september og hefst klukkan 18.

Mótið er það fyrsta í mótaröð Badmintonsambandsins en mótin eru alls tíu á þessu keppnistímabili sem hefst á morgun.

Á þessu móti er eingöngu keppt í einliðaleik í meistaraflokki.

Alls eru 14 keppendur skráðir til leiks í meistaraflokki karla og má sjá niðurröðun og tímasetningar með því að smella hér. Atli Jóhannesson TBR fær röðun númer eitt og Róbert Þór Henn númer tvö.

Níu keppendur eru skráðir til leiks í meistaraflokki kvenna og má sjá niðurröðun og tímasetningar með því að smella hér. Rakel Jóhannesdóttir TBR fær röðun númer eitt og Margrét Jóhannsdóttir TBR númer tvö.

Skrifađ 6. september, 2012
mg