Vel heppnað námskeið að baki

Námskeið fyrir íþróttakennara var haldið þann 16. ágúst á vegum Badmintonsambandsins.  Námskeiðið er liður í "Shuttle Time" verkefni Badminton Europe og miðar að því að kenna badminton í skólum.  Meðal þess sem kennt var á námskeiðinu voru leiðir til að vera með marga nemendur á tiltölulega litlu svæði en kenna samt góðar badmintonæfingar. 

Námskeiðið var mjög vel sótt en það fylltist á nokkrum dögum, 50 kennarar tóku þátt. 

Á Facebook síðu Badmintonsambandsins má finna myndir frá námskeiðinu. 

Stefnt er að því að halda annað sams konar námskeið seinna.

Skrifað 20. ágúst, 2012
mg