ÓL - Danir unnu brons í tvenndarleik

Búast má við spennandi degi í badmintonkeppni Ólympíuleikanna í dag.

Keppt verður til úrslita í einliðaleik kvenna og í þeim flokki verður einnig spilað um bronsverðlaunin. Yihan Wang frá Kína, sem er raðað númer eitt, keppir við Xuerui Li frá Kína, sem er raðað númer þrjú. Um bronsið spila Saina Nehwal frá Indlandi og Xin Wang frá Kína.

Í dag verður einnig spilað til úrslita í tvíliðaleik kvenna og þar eigast við Qing Tian og Yunlei Zhao frá Kína en þeim er raðað númer tvö og Mizuki Fujii og Reika Kakiiwa frá Japan en þeim er raðað númer fjögur. Leikið hefur verið um bronsið en það unnu Valeri Sorokina og Nina Vislova frá Rússlandi þegar þær lögðu stöllur sínar frá Kanada örugglega, Alex Brunce og Michelle Li 21-9 og 21-10.

Ólympíumeistarar í tvenndarleik eru Nan Zhang og Yunlei Zhao frá Kína. Þær unnu landa sína, Chen Xu og Jin Ma, 21-11 og 21-17 í úrslitaleik. Bronsið hnepptu Danirnir Joachim Fischer og Christinna Pedersen en þau unnu Tontowi Ahmad og Lilyana Natsir frá Indónesíu 21-12 og 21-12.

Yunlei Zhao er því búin að vinna eitt gull á leikunum og í dag getur hún unnið annað.

Á morgun, sunnudag, verður leikið til úrslita í einliðaleik karla og tvíliðaleik karla. Þá verður einnig leikið um bronsið í sömu greinum.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í gær, laugardag.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í dag, laugardag.

Skrifað 4. ágúst, 2012
mg