ÓL - úrslit dagsins

Síðasti sólarhringur hefur líklega verið sá undarlegasti í sögu badminton íþróttarinnar. Skuggi hvíldi á keppninni í gær þegar fjögur pör í tvíliðaleik kvenna reyndu vísvitandi að tapa leikjum sínum til þess að fá léttari andstæðinga í átta liða úrslitum.

Rússnesku stöllurnar Nina Vislova and Valeri Sorokina komust áfram þar sem bestu kínversku keppendurnir Yu Yang og Wang Xiaoli voru dæmdar úr keppni af Alþjóða badmintonsambandinu fyrir óíþróttamannlega hegðun sem var á skjön við gildi Ólympíuleikanna.

Þær rússnesku drógust svo gegn pari frá Suður Afríku. Rússarnir unnu sannfærandi sigur og eru komnar í undanúrslit þrátt fyrir að í gær hafi litið út fyrir að þær að fara með flugi heim til Moskvu.

Peter Gade sýndi mikinn styrk með því að sigra Kóreumanninn Son Wan Ho. Peter er á réttri leið og til alls líklegur eftir að hafa unnið 21-9 og 21-16. Peter var eini Evrópubúinn sem komst áfram í 8 manna úrslit í einliðaleik karla þar sem bæði Jan Jörgensen og Marc Zwiebler töpuðu sínum leikjum. Tina Baun er einnig komin áfram en hún fékk gefinn leik sinn gegn Sayaka Sato frá Japan þegar staðan var 15-14 Tinu í hag.

Það voru skin og skúrir hjá Christina Pedersen í dag. Danska stúlkan vann leik sinn í tvenndarleik með Joachim Fischer og með því komust þau í undanúrslit en fáeinum klukkustundum síðar töpuðu hún og Kamilla Juhl tvíliðaleik sínum. Danir eiga því ekkert par eftir í tvíliðaleik kvenna í keppninni. Í tvíliðaleik karla eru Mathias Boe og Carsten Mogensen komnir áfram í átta liða úrslit en þeir eru einu Evrópubúarnir sem náðu því.

Leikur Pólverjana Mateusiak og Zieba gegn kínverska parinu Ma Jin og Xu Chen reyndist vera mest spennandi leikur dagsins. Í oddalotu komust Pólverjarnir yfir 19-16 og 20-18 en kínverjarnir unnu fengu síðustu fjögur stiginn og unnu þar með leikinn.

Skrifað 2. ágúst, 2012
mg