Ragna leggur spaðann á hilluna

Ragna Ingólfsdóttir hefur ákveðið að leggja spaðann á hillina eftir glæsilegan badmintonferil. 

Ragna hefur tekið þátt í tveimur Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd og verið verðugur fulltrúi þjóðarinnar. Ragna hefur 20 sinnum orðið Íslandsmeistari og þar af 9 sinnum í einliðaleik en enginn annar badmintonspilari hefur náð þeim árangri. Þá hefur hún leikið 61 landsleik.

Það á eftir að vera eftirsjá eftir Rögnu sem keppnismanneskju í badminton.

Badmintonsamband Íslands óskar henni alls hins besta og þakkar fyrir einstaklega gott samstarf í gegnum tíðina.

Skrifað 1. ágúst, 2012
mg