ÓL - Frábćr leikur hjá Rögnu

Ragna Ingólfsdóttir spilaði seinni leik sinn í riðlinum á Ólympíuleikunum í kvöld.  Mótherji hennar var Jie Yao frá Hollandi sem er raðað númer 14 inn í keppnina.  Ragna spilaði mjög vel og var með yfirhöndina alla seinni lotuna.  Leikurinn endaði samt með sigri Yao 21-12 og 25-23. Yao er 34 ára og er í 20. sæti heimslistans.  Ragna hefur því lokið keppni á leikunum. 

Árangur Rögnu er stórglæsilegur en hún er fyrsta íslenska konan sem hefur unnið leik á Ólympíuleikunum í badminton.  Áður hafði Árni Þór unnið leik árið 1992 í Barcelona.

Á morgun hefst útsláttarkeppnin en sigurvegarar riðlanna komast áfram í hana.  Af 16 riðlun komust 14 af þeim sem var raðað inn í keppnina áfram.  Tveir keppendur sem ekki fengu röðun upphaflega komust áfram.  Smellið hér til sjá sjá niðurröðunina í útsláttarkeppnina í einliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í einliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í tvíliðaleik kvenna. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun í tvíliðaleik karla. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun í tvenndarleik.

Skrifađ 1. ágúst, 2012
mg