Leikur Rögnu sýndur á ađalrás RÚV

Leikur Rögnu Ingólfsdóttur badmintonkonu á Ólympíuleikunum gegn Yao Jie frá Hollandi verður sýndur í beinni útsendingu á aðalrás RÚV í kvöld.

Í gær var viðureign hennar sýnd á ólympíurásinni en ekki allir landsmenn hafa aðgang að þeirri rás. Jie er fjórða besta badmintonkona Evrópu samkvæmt heimslistanum.

Ragna lék frábærlega í gærkvöldi og vann fyrsta sigur íslenskrar badmintonkonu á Ólympíuleikunum gegn Akvile Stapusaityte frá Litháen.

Leikur Rögnu hefst kl. 19.54 samkvæmt dagskrá Ólympíuleikanna.

Skrifađ 31. júlí, 2012
mg