Myndir frá Ljúflingamóti

Ljúflingamót TBR fór fram í TBR-húsunum á laugardaginn. Á mótinu var keppt í einliðaleik í aldursflokknum U11. Keppni fór þannig fram að allir fengu að spila amk 3-4 leiki. Enginn einn var krýndur sigurvegari heldur fengu allir eins verðlaunapening í lok móts. Þetta fyrirkomulag hefur verið leikið um árabil hjá TBR og hlotið góðar viðtökur hjá yngri kynslóðinni. Í ár voru það 56 krakkar sem tóku þátt í mótinu frá TBR, Borganesi, Akranesi og Hafnarfirði. Myndir frá mótinu eru komnar inná myndasíðu TBR.

Næsta mót fyrir U11 aldursflokkinn fer fram á Akranesi 27.janúar næstkomandi og ber heitið Gríslingamót ÍA. Þar er leikmönnum skipt upp í lið og keppa þar 5-8 saman í liði. Allir fá jafna viðurkenningu í lok móts.

Skrifað 3. desember, 2007
ALS