ÓL - Glćsilegur sigur Rögnu

Ragna Ingólfsdóttir sigraði Akvile Stapusaityte frá Litháen örugglega 21-10 og 21-16 í fyrstu viðureign sinni á Ólympíuleikunum í London í kvöld. Þessi sigur gerir Rögnu að fyrstu íslensku konunni sem vinnur leik í badminton á Ólympíuleikum.

 

Ragna leikur gegn Stapusaityte frá Litháen

 

Sigur Rögnu var í fyrri lotunni var mjög sannfærandi 21-10. Önnur lotan var jafnari en Ragna var með yfirhöndin allan tímann og sigraði hana 21-16. Stapusaityte tapaði á sunnudaginn fyrir Jie Yao sem keppir fyrir Holland 16-21 og 7-21. Ragna og Yao mætast í úrslitaleik riðilsins annað kvöld.

Ragna er í 81. sæti heimslistans en Stapusaityte í 94. sæti. Yao er hinsvegar í 20. sætinu og er raðað númer 16 í einliðaleik kvenna.

Eftir morgundaginn hefst útsláttarkeppni en efstu keppendur í þessum 16 riðlum sem spilað er í fara í útsláttarkeppnina.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins á Ólympíuleikunum.

Skrifađ 30. júlí, 2012
mg